Lagfæring á útreikning í spjaldinu Vinnutími
Spjaldið vinnutími reiknar fjölda vinnustunda á mánuði. Spjaldið sýndi allaf töluna 173,36 fyrir fullt starf en rétt tala er 173,33. Margföldunarstuðlinum á bakvið formúluna var breytt úr 21,67 í 21,66625 þannig að niðurstaðan birtir 173,33.
Breyta texta í skjámynd - Launaliðir
Í skjámynd fyrir launaliði var texta í flipanum Reikniform breytt úr Staðgr.tímabil í Greiðsluform
Flakka á milli starfsmannatrés og launaútborgunar - villandi
Unnið er með starfsmann í skrá laun
◾Farið í Hliðarval > Flipinn Starfsmenn > Annar starfsmaður valinn þar og skoðaður
◾Farið aftur í flipann Skrá laun og smellt á spjald þess sem unnið var með í skráningu
◾Upp kom spjald starfsmanns sem skoðaður var í starfsmanna tré ! Ekki þess starfsmanns sem unnið er með í launaskráningu. Þetta var mjög villandi og hefur nú verið lagað. Nú kemur áfram sami starfsmaður í launaskráningu og unnið var með áður.
Áramótastaða tvöföld
Hjá þeim viðskiptavinum sem eru með fleiri en eitt fyrirtæki var áramótastaða á launaseðli að tvöfaldast þegar útborgun í fyrirtæki 2 var lokað. Þetta hefur verið lagað.
Svæðinu gjalddagi bætt í lista
Svæðinu gjalddagi var bætt við inn í listana fyrir Innheimtur, Lífeyrissjóður og Stéttarfélög.