Skip to end of metadata
Go to start of metadata

You are viewing an old version of this page. View the current version.

Compare with Current View Page History

« Previous Version 10 Next »

EmployeeAll* þjónustur skila framtíðargildum úr færslum í Tenging innan fyrirtækis

APPAIL-5114

Vefþjónusturnar sem skilar upplýsingum um færslur úr spjaldinu Tengingar innan fyrirtækis voru að skila alltaf nýjustu færslunni en ekki þeirri færslu sem er virk í dag ef framtíðarfærslur voru skráðar. Þetta hefur verið lagað og skilar núna vefþjónustan þeirri færslu sem er virk í dag.

Merking á skipulagseiningu - óvirk

APPAIL-5110

Ef skipulagseining er hætt í notkun er hægt að haka í "Óvirk". Hættir skipulagseiningin þá að birtast í listanum yfir skipulagseiningar undir Stofnskrár > Skipulagseiningar nema valið sé sérstaklega að birta þær skipulagseiningar sem eru með hakað í "óvirk". Einnig hætta þessar skipulagseiningar að birtast í valskjá þegar leita á eftir skipulagseiningum.

Merking á stöðu - óvirk 

APPAIL-5111

Ef staða er hætt í notkun er hægt að haka í "Óvirk". Hættir staðan þá að birtast í listanum yfir stöður undir Stofnskrár > Stöður nema valið sé sérstaklega að birta þær skipulagseiningar sem eru með hakað í "óvirk". Einnig hætta þessar stöður að birtast í valskjá þegar leita á eftir stöðum.

Rangur yfirmaður birtist í listum fyrir menntun, hæfni, hlutir í láni og réttindi

APPAIL-5020

Þegar listar voru teknir úr Mannauður - Menntun, Hæfni, Hlutir í láni og Réttindi var ekki að birtast réttur yfirmaður m.v. Tenging innan fyrirtækis. Þetta hefur verið lagað.

Jafnlaunavottun - Viðmið - Stöður

APPAIL-5189APPAIL-5138

Bætt var við svæðum sem hægt er að velja inn sem dálka í listann. Einnig hefur verið hraðað á listanum þar sem hann var talsvert hægur þegar margar línur voru komnar í listann. Það hægir þó á listanum að draga svæðið Þrep lýsing inn í listann. Án þess svæðis á hraðinn aftur á móti að vera fínn. 

Intellecta - Ábyrgðarstig í listann Tenging innan fyrirtækis

APPAIL-5168

Svæðið Intellecta - Ábyrgðarstig er nú hægt að draga inn í listann Tenging innan fyrirtækis og hægt að sía gögnin eftir þessu svæði, t.d. sía á alla stjórnendur í þrepi 1. 

  • No labels