Ávinnsla - stofnupplýsingar
Í flipanum Almennt var hægt að haka við svæði sem voru ekki virk, þau hafa nú verið fjarðlæg úr skjámyndinni.
Enduropna útborgun - skattkortum bakkað
Ef launamaður átti ónotað persónuafslátt sem nýttur var í útborgun sem var svo enduropnuð þá kom ekki rétt upphæð í ónýttan, þetta hefur nú verið lagað þannig að ef útborgun er enduropnuð þá kemur rétt upphæð í ónýttan persónuafslátt. Einng var það lagað að ef engin dagsetning var skráð í síðasta notað þá verður það einnig svo ef útborgun er enduropnuð.
Áramótastaða á launaseðli - Söfnun
Nú er hægt að ráða röðun á safnhópum í áramótastöðu launaseðils
Reikna launa - tvísmellt á aðgerð
Ef notandi tvísmellti óvart á aðgerðina "Reikna laun" þá fór reikningur tvisvar í gang, þessu hefur nú verið breytt þannig að reikningur fer einu sinni af stað þrátt fyrir að tvísmellt sé á þess aðgerð.
Grunnlaunaspjald - samlagning með aukaflokkum og aldurshækkanir
Bætt var við samlagningu fyrir launaflokk, samlagning Grunnlaunaflokks plús aukaflokka ( Símenntunarflokkar, Menntunarflokkar ofl.) flyst nú yfir í svæðið Launaflokkur á grunnlaunaspjaldi. Þetta á bæði við þegar færsla er handskráð eða stofnuð með aðgerð fyrir aldurshækkanir.
Orlofsprósenta í jafnlaunavottunarskýrslu
Orlofsprósentu starfsmanns er nú hægt að birta í jafnlaunavottunarskýrslunni, Kjarni > Skýrslur > Jafnlaunavottun. Svæðinu var m.a. bætt við skýrsluna þar sem þetta er eitt af þeim svæðum sem gott hefur verið að fylgi með í gögnum sem lesin eru inn í PayAnalytics.