Aðgerð fyrir stofnun starfsmanns í DK
Ný aðgerð, Senda starfsmann í DK, er aðgengileg undir flipanum Aðgerðir í kerfisvalmynd Kjarna. Hún nýtist þeim viðskiptavinum sem nota DK bókhaldskerfið.
Ráðningardagsetningu bætt við starfsmannavefþjónusturnar
Starfsmannavefþjónusturnar skila nú upplýsingum um ráðningardagsetningu starfsmanns úr spjaldinu Starfsmaður. Þessar upplýsingar er m.a. hægt að nýta ef viðskiptavinir vilja birta yfirlit yfir nýja starfsmenn á innri vef.