Allt í einu ferli
APPAIL-3961
Aðgerðin sem framkvæmir orlofsáramót í einu ferli var yfirfarin og fínstillt.
Greiðsluform í vinnslum fyrir orlofsáramót
Orlofsáramót, hægt er að vinna orlofsáramót eftir greiðsluformi launamanns.
Ath. þetta er ekki hægt að nota ef hnappurinn Allt í einu ferli er notaður, aðeins ef orlofsáramótin eru framkvæmd skref fyrir skref.
Aðgerðarsaga fyrir orlofsáramót
Bætt var í aðgerðarsögu orlofsútborgunar skráningu á hverju skrefi fyrir sig.
Ávinnslur og skuldbinding
Nú er hægt að sækja ávinnslu og skuldbindingar fyrir einn launamann án þess að eyða áður sóttum ávinnslum hjá öðrum starfsmönnum.
Aldurshækkanir / Gildir frá
Bætt var i valskjá aldurshækkana svæði fyrir dagsetningu sem stýrir því hvenær nýja spjaldið á að taka gildi.
Fastir liðir sóttir - Valskjár
Bætt hefur verið við möguleikanum að sækja valda launaliði.
Fastir liðir - yfirskrifa samning, launaflokk eða þrep
Ef samningur, launalokkur eða þrep er yfirskrifað í föstum liðum starfsmanns, hefur það líka áhrif á launaskráningu og innlestur úr bunka á þann hátt að yfirskriftin fylgir þar líka. Sama er með launaáætlun og skuldbindingu, yfirskrift launaliðar fylgir honum hvar sem hann er notaður fyrir þennan starfsmann.
Útborgunarmynd launa
APPAIL-3971
Í flipanum Önnur tímabil í útborgunarmynd launa er hægt að velja skilagreinamánuð tímabils.
Skilagreinamánuður sækir fyrsta dag mánaðar og skráir í svæðið Bókunardagur. Ekki er lengur hægt að breyta bókunardegi, heldur breytist hann í samræmi við skilagreinamánuð.
Bókunardagur í útborgunarmynd er einungis ætlaður í skýrslugerð - hefur ekki áhfir á það hvaða dagsetning kemur í bókunarskjal launa.
Bókunardagur og Greiðsluform
Þegar greiðsluformi er breytt í færslu í "skrá laun" þá breytist tbl = tímabil, bókunardagur, skilagreinamánuður í takt, skv skilgreiningum á útborgun.
Breyttur valskjár í launalistum
Valskjár fyrir launaskýrslur var endurhannaður. Þessar breytingar eru helstar:
Hægt er að velja fyrirtæki, ár og kostnaðarstöð. Einnig er hægt að velja út frá útborgunarnúmeri - ekki einungis útborgunarvísi eins og var.
Gagnagrunnsstækkun - ný svæði í launalínu
Eftirfarandi svæði eru nú aðgengileg í launalínu starfsmanns.
Launaár - PayYear
Fyrirtækisnúmer - OrgCompanyNR, nafn sótt sem lookup.
Útborgun númer - PayNR
Kennitala starfsmanns - EntityNR
Svæði, númer og nafn. Þetta eru "lookup" svæði, þ.e.a.s. í hvert sinn sem listi er skoðaður þá er þetta svæði sótt í spjaldið tengingar innan fyrirtækis.
Undirsvæði, númer og nafn. Þetta eru "lookup" svæði, þ.e.a.s. í hvert sinn sem listi er skoðaður þá er þetta svæði sótt í spjaldið tengingar innan fyrirtækis.
Aðgerð
Keyra verður aðgerð á eldri færslur til að setja inn rétt gildi í færsluskrá. Farið er í skipun „PayRecordFix.Action“ og valin þau atriði sem á að laga. Ef ekki er búið að laga færsluskrárnar þá virkar valskjárinn ekki rétt ef sækja á færslur út frá þessum nýju gildum. Ef óskað er aðstoðar ráðgjafa Applicon, þá vinsamlega sendið beiðni á service@applicon.is
Kjaramálagjald í gjaldategund stéttarfélaga
Bætt hefur verið við gjaldategund stéttarfélaga fyrir Kjaramálagjald (K).
Bætt hefur verið við "Splitter" í skráningu launa.
Bætt hefur verið við "Splitter" í skráningu launa þ.a. hægt er nú að stækka svæði fyrir launamannatré.
Þegar farið er á milli launamannatrés og skráningu launa þá myndast merki á milli, hægt er að draga fram og til baka.
Vinnustund - starfsmenn með fleirra en eitt launamannanúmer.
Þegar starfsmenn eru með fleirra en eitt launamannanúmer í Kjarna voru bunkafærslur úr Vinnustund ekki að skila sér rétt niður á launamannanúmerin þegar bunkar
úr Vinnustund voru fluttir yfir, heldur lásust allar færslur á fyrsta númerið.
Þetta hefur núna verið lagfært og færslur flytjast á rétt númer.
Aðgerð til að reikna stöðugildi.
APPAIL-3066
Bætt hefur verið við aðgerðinni endurreikna stöðugildi.
Endurreikningurinn er framkvæmdur með því að fara í Skrá laun í þeirri útborgun sem endurreikna á og velja þar tannhjólið. Neðst í þeim lista er valið að endurreikna stöðugildi.
Hægt er að taka út útborgunarnúmer ef endurreikna á allar útborganir viðkomandi starfsmanns eða hægt að taka út nafnið ef endurreikna á stöðugildi allra starfsmanna í valinni útborgun.
Valskjárinn virkar hér eins og á öðrum stöðum, hægt er að velja fleirri en eina útborgun í einu.
Orlofslisti í hliðarvali > Kjarni > Mannauður
Nú er hægt að velja inn í listann Orlof svæðin kjarasamningur og stéttarfélag, bæði númer og nöfn þessar svæða.
Þetta auðveldar til muna afstemmingu við núllstillingu orlofsárs um orlofsáramót.
Reikniliðir í hliðarvali > Kjarni > Mannauður
Nú er hægt að velja inn í listann Reikniliðir svæðin kjarasamningur, númer og nafn, greiðsluform og ráðningarmerkingu.
Grunnlaunaspjald í hliðarvali > Kjarni > Mannauður
"Fríska" vandamál lagfært. Komu ekki alltaf réttar tölur í upphæðasvæðið í grunnlaunaspjaldinu.
Birting aukastafa í launatöflu.
Nú er hægt að stilla hversu margir aukastafir eru sýnilegir í launatöflu.
Farið er í Xap- gildi og skipunin "PayStep.DisplayFormat" er stillt á N0,N1,N2,N3 eða N4 allt eftir því hvað á að sýna marga aukastafi.
Þegar taflan er flutt í Excel þá koma jafn margir aukastafir og eru skilgreindir í stillingu.
Flipinn Fastar í launatöflum
Dálkar voru jafnaðir þannig að gildi í dálkunum sést þegar flipinn er opnaður.
Launabókun - viðbótarvídd "Starfsmannanúmer"
Bætt hefur verið við möguleikanum á að bóka laun beint á starfsmannanúmer starfsmanna. Notað þegar starfsmannanúmer er notað sem viðskiptamannanúmer í launabókhaldi.
Launabókun
APPAIL-3623 - Matís launabókun
Svæði fyrir númer kostnaðarstöðva stækkað í 4 tölustafi
APPAIL-4160 - Gray Line launabókun
Heiti bókhaldslykla skipt út fyrir heiti bókunarmánaðar.
Aðgangsstýringar fyrir Samtalstölur í útborgun
Aðgangsstýringum hefur verið bætt við helluna Samtalstölur í útborgun á helluvalmynd launa þannig að hægt sé að hafa þessa hellu aðgengilega fyrir þá notendur sem ekki hafa aðgang að launum allra starfsmanna.