Reiknað stöðugildi þegar starfshlutfall er núll
Nú reiknast greidd stöðugildi á launalið 9700 þegar starfshlutfall er núll í vinnutímaspjaldi
Svæðum bætt inn í listann yfir skattkort
Svæðunum Greiðsluform og Aðalaunamannanúmer hefur verið bætt inn í listann fyrir skattkort. Listinn keyrist nú upp með þessum upplýsingum.
Listinn eru undir Mannauður - Skattkort.
Festa númer stofnunar á launalið
Hægt er að skrá númer stofnunar ( Innheimtur/ Stéttarfélag ) á launalið í stofnupplýsngum launaliða. Númer stofnunar erfist í skráningu launa, hentar t.d vel á launalið sem er frádráttur fyrir starfsmannafélag og launalið fyrir meðlag.
Heiti banka
Heiti banka birtist nú í stofnupplýsingum lífeyrissjóða og innheimtna.
Villuskilaboð fyrir mínuslaun
Ef útborguð laun launamanns fara í mínus kemur nú villumelding á launalið 9998.
Villuskilaboð fyrir mínus orlof í banka
Ef orlof lagt í banka fer í mínus á launamanni þá kemur nú villumelding á launalið 9998
Bankaupplýsingar stéttarfélaga og innheimtna
Hægt er að skrá bankaupplýsingar stéttarfélaga í stofnupplýsingum stéttarfélaga. Heiti útibúa kemur nú fram þegar bankaupplýsingar eru skráðar í stofnupplýsingum lífeyrissjóða, stéttarfélaga og innheimtna. Skráðar bankaupplýsingar koma nú fram á öllum skilagreinum.