Flýtilyklar
Flýtilyklar hafa verið yfirfarnir og virkjaðir þeir flýtilyklar sem ekki voru að virka. Nánari upplýsingar um flýtilykla er að finna hér.
Senda tölvupóst úr starfsmannalistum og öðrum listum
Nú er hægt að senda tölvupóst úr öllum starfsmannalistum undir Kjarni > Mannauður og einnig úr vöntunarlista, stórafmæli, starfsafmæli, ráðningarsamningur og formbréf grunnur.
Tengingar innan fyrirtækis
Bætt var við þeirri virkni að þegar farið er yfir í Select lista að þær takmarkanir sem valdar hafa verið á valskjá upprunalega listans haldi sér.
Viðbótarsvæði í starfsmannavefþjónustu
Svæðunum Kostnaðarstöð visir og Síðasti starfsdagur hefur verið bætt við starfsmannavefþjónustuna.
Lyklaborðið notað til að ferðast um í starfsmanna- og launamannatrénu
Núna er hægt að nota lyklaborðið til að ferðast um í starfsmanna- og launamannatrénu. Notaðar eru örvarnar upp og niður til að flakka á milli starfsmanna og spjalda og hægri og vinstri til að opna spjöld starfmanna og undirflokka. Til að opna spjald er notað 'Enter' og til að loka spjaldi er notað 'Esc'.
Aðgangsstýringar - bókhald og skilagreinar
Aðgangur að bókhaldi og skilagreinum hefur verið yfirfarinn m.t.t. notenda sem hafa eingöngu aðgang að launum fyrir takmarkaðan hóp starfsmanna.