Aðgerðin Starfslok starfsmanna er aðgengileg í hliðarvalmynd Kjarna undir Kjarni > Mannauður. Þessa aðgerð er hægt að nota til þess að skrá á einfaldan hátt fleiri en einn starfsmenn hættan.
Í upphafi aðgerðarinnar kemur upp valskjár þar sem hægt er að takmarka valið. Sjálfkrafa er valið takmarkað við alla starfsmenn sem eru í starfi í dag en hægt er að takmarka valið frekar, t.d. við ákveðna skiuplagseiningu.
Upp kemur listi með öllum þeim starfsmönnum sem uppfylla skilyrðin. Valdir eru þeir starfsmenn sem merkja á hætta. Hægt er að velja fleiri ein einn starfsmann í listanum með því að ljóma upp viðeigandi línur og halda ctrl inni á milli lína ef þær eru ekki allar samliggjandi. Þegar viðeigandi starfsmenn hafa verið valdir er farið áfram á næsta skref.
Þar kemur upp skjár þar sem eftirfarandi upplýsingar eru skráðar:
- Starfslokadagsetning starfsmanns. Þessi dagsetning sem þarna er skráð er sú dagsetning sem verður endadagsetning á núverandi færslu í spjaldinu Tenging innan fyrirtækis og dagurinn á eftir verður upphafsdagsetning Hættur færslu starfsmannanna í sama spjaldi.
- Ástæða starfsloka. Þarna er valin viðeigandi ástæða starfsloka þessara starfsmanna.
- Síðasti útborgunardagur. Sú dagsetning sem þarna er skráð er sett sem endadagsetning opinnar færslu starfsmannanna í spjaldinu Grunnlaun. Ef ekkert er skráð í þetta svæði þá er grunnlaunaspjaldi starfsmannanna ekki lokað.
Ferlið er klárað og þá hafa starfsmennirnir verið skráðir hættir í Kjarna.