Þegar farið er í gegnum ferlið XAP → Mannauður → Stofna starfsmann er hægt að láta kerfið sjálfkrafa stofna viðkomandi starfsmann sem notanda. Þetta getur verið heppilegt, sérstaklega fyrir þá sem eru að nota starfsmannavefinn i Kjarna. Til að virkja þessa virkni þarf að setja inn eftirfarandi stillingar í XAP → Gildi.
Skipun (Nafn) | Gildi | Skýring |
---|---|---|
User.AutomaticCreate | true | Það er sett "true" í gildi til að kveikja á þessari sjálfvirkni |
User.DefaultXapRole | Hér er sett inn númer þess hlutverks sem starfsmenn eiga að fá þegar þeir eru stofnaðir sem notendur. Hér er oftast sett númer hlutverkisins "Starfsmannavefur" | |
QDataRegistration.Email | EmailWork,Email | Hér er skilgreint á hvaða netfang á að senda lykilorð til notanda. EmailWork = Vinnunetfang, Email = Persónulegt netfangt. Í dæminu hér í Gildi sendist tölvupósturinn á vinnunetfang, sé það til, en annars á persónulegt netfang starfsmanns.Þau fyrirtæki sem eru með AD - tengingu setja ekkert netfang í þennan reit. |
Ef óskað er eftir aðstoð við ofangreindar stillingar skal senda beiðni þess efnis á service@applicon.is.
Athugið að ef starfsmenn eru stofnaðir úr ráðningahluta Kjarna í gegnum aðgerðina Flytja marga umsækjendur þá stofnast viðkomandi starfsmenn ekki sem notendur. Þetta er vegna þess að notandanafn og vinnunetfang, ef við á, hefur ekki verið skráð á umsækjendur. Í þessum tilvikum þarf að stofna notendurna sérstaklega í gegnum listann Starfsmenn í Kjarni > Mannauður, sjá nánar hér.