Hér er stillt hvernig bókunarskrá skal líta út. Hvaða víddir eru notaðar. Í hvaða röð svæðin koma og hvort skrá sé skipt með semikommu eða tab.

Skjámyndin

Skilgreiningar bókunarskrá eru stofnaðar og eytt með  tökkunum í tækjaslánni. ATH! þetta á við heildarskilgreiningu, ekki stakar línur/dálkar innan skilgreiningar. Línur/dálkar innan skilgreiningar eru stofnaðar og þeim eytt með svörtum plús/mínus neðst í listanum við "scroll bar"

Lengst til vinstri er valið hvaða skilgreiningu bókunarskrá vinna skal með, en í boði eru Laun, Skuldbindingar og Áætlun.

Hægra megin að ofan er fyllt inn stjórngildi skráarinnar og þar fyrir neðan eru dálkar skráarinnar stilltir.

Stjórngildi bókunarskrá

Eftirfarandi svið er hægt að stilla í stjórngildum bókunarskrá (Tækniheiti: PayBookFile):

Dálkastillingar

Eftirfarandi svæði er hægt að stilla í þegar kemur að dálkum bókunarskrárinnar (Tækniheiti: PayBookFileColumn), lýsingarnar hér fyrir neðan eiga við um hverja línu sem unnið er úr frá valdri bókun Kjarna:

Eigindið PeriodDate

Eigindið PeriodDate hefur sérstaka eiginleika ef það er valið sem gildi. Það er útreiknað og setur inn bókunardagsetningu miðað við hvort viðkomandi hefur greiðsluformið fyrirfram eða eftirá.

Möguleg Tækniheiti í Gildi

Til að þurfa ekki að muna öll mögulega tækniheiti sem hægt er að setja í Gildi svæðið þá er hægt að smella á vallistaörina í því svæði til að fá lista yfir þau og velja.

Prófun Skilgreiningarskráar

Hægt er að keyra út prófun á bókunarskrá með því að ýta á takkann í tækjaslánni.  Upp kemur valskjár sem leyfir notanda að para saman skilgreiningu á bókunarskrá og útborgun og keyra prófun á hvernig skráin kemur út.  Innihald skráarinnar sem myndast er birt í samtalsglugga en ekki geymd á disk við slíka prófun.

Tenging Skilgreininga við Sendingu Bókunar

Þrjú  Stillingar>Gildi eru notuð til að tengja skilgreiningar við sendingu bókunar hafa þær eftirfarandi nöfn:

Meiri upplýsingar um sendingu bókunar má finna hér: Bókun Launa.

Hægt er að tengja öll þrjú gildin við ákveðið fyrirtæki með því að skeyta punkti og vísi þess fyrir aftan gildið, t.d. "Xap.PayBook.SendAction.3".  Hér mun þessi skilgreining aðeins eiga við fyrirtæki 3.

Tenging skilgreiningar við Stillingar gildið er gerð með því að setja Gildi sem PayBookFileCollect.Action.[vísir skilgreiningar], t.d "PayBookFileCollect.Action.2".

Hægt er að stýra hvaða stafasett er notað í skránni með því að bæta við gildið punkti og heiti stafasettsins, t.d. "PayBookFileCollect.Action.2.1252" og "PayBookFileCollect.Action.2.ISO-8859-1".  Nánari upplýsingar um stafasett má finna hér https://docs.microsoft.com/en-us/dotnet/api/system.text.encoding?view=netframework-4.7.1.  Mælt er með að þetta sé aðeins notað ef sjálfgefna stafasettið virkar ekki.

Mismunandi bókhaldslyklar/gildi milli fyrirtækja

image-20240228-125753.png

Ef það það eru mismuandi bókhaldslyklar eða önnur gildi milli fyrirtækja þarf að setja upp sérbókhaldsuppsetningu á bókunarvísir fyrir hvert og eitt fyrirtæki. Einfaldast er að gera það með því að fara í launalið sem hefur þann bókunarvísi sem á að breyta og þar er ýtt á Ctrl + punktana þrjá.

image-20240228-130101.png

Valskjár opnast þar sem þarf að velja tegund bókunarskrár sem óskað er eftir að breyta. Við veljum “Launafærslur” til að opna breytingarham fyrir launabókun.

image-20240228-130605.png

Hér þarf að fara í “græna plúsinn” til að fá inn nýja línu. Hér þarf að setja inn númer fyrirtækis til að aðgreina línurnar og setja inn þau gildi sem óskað er eftir að fá í skrána.

image-20240228-131602.png

Til að bæta við svæðum til að bæta við bókunarsvæðin þarf að hægrismella í línuna “Lykill” og velja inn svæði.