Mannauður 20.4.1

Ráðningardagsetning horfi á aðallaunamannanúmerið

APPAIL-6950

Ef starfsmaður er í fleiri en einu starfi þá var ráðningardagsetningin í starfsmannaspjaldinu ekki að horfa á aðallaunamannanúmerið og þá ráðningardagsetningu m.v. það launamannanúmer. Það hefur nú verið lagað.

Listarnir Starfsafmæli og Stórafmæli opnast nú í réttum flipa

APPAIL-6952

Valskjár í listunum Starfsafmæli og Stórafmæli var að opnast í röngum flipa (Tímabil). Þetta hefur nú verið lagað og opnast listarnir nú í flipanum Velja.

Tenging innan fyrirtækis - Færsla afrituð þá afritist samþykkjandi launa ekki með

APPAIL-6984

Þegar færsla í spjaldinu Tenging innan fyrirtækis var afrituð í nýja færslu þá afritaðist samþykkjandi launa af fyrri færslu með en var ekki að erfast af skipulagseiningunni ef nýja færslan var skipulagsbreyting.
Þetta hefur verið lagað.

Nýtt spjald í mannauði - samskipti

APPAIL-5815

Spjaldinu Samskipti hefur verið bætt við spjöld starfsmanna sem er aðgengilegt í starfsmannatrénu. Í spjaldið er hægt að skrá upplýsingar um samtöl og önnur samskipti sem eiga sér stað milli yfirmanna/mannauðsdeildar og starfsmanna. Hægt sé að nýta þetta spjald t.d. fyrir launasamtöl, veikindasamtöl, áminningar v/brota í starfi. Viðskiptavinir stofna þá viðeigandi tegundir til að flokka eftir undir Stofnskrár - Samskipti - Tegundir.

Ráðningardagsetningar

APPAIL-7007

Gerðar voru breytingar í tengslum við ráðningardagsetningar.
Hjá þeim viðskiptavinum sem urðu varir við misræmi í ráðningardagsetningunni, mælum með að keyra aðgerðina sem endurreiknar ráðningardagsetninguna. Hún er undir flipanum Aðgerðir - Endurreikna ráðningardagsetningu.

Ný ráðningarmerking

APPAIL-7021

Ráðningarmerkingunni Í námsleyfi var bætt við fellilistann (undir ráðningarmerking) í spjaldinu Tenging innan fyrirtækis.