Stofna starf

Störf eru stofnuð undir Stofnskrár > Starf og þeim viðhaldið undir stofnskrár eins og öðrum grunngögnum í kerfinu.


Ólíkt stöðum eru störf ekki tengd á skipulagseiningar. Starf eru notað sem yfirheiti fyrir stöður og/eða notað sem starfafjölskyldur og getur sama starfið því verið tengt á margar stöður. Störfin eru aðallega notuð í skýrslugerð eða til að lágmarka viðhald á þann hátt að upplýsingar sem skráðar eru á störf erfist niður á stöður/starfsmenn og þessum upplýsingum þarf þá ekki að viðhalda á hverjum starfsmanni fyrir sig.  Það er einnig hægt að hengja launaramma á störf en fyrst þarf að setja upp launaramman undir Stofnskrár > Jafnlaunavottun - Launarammi.


Sem dæmi getur fyrirtæki sem hefur starfsstöðvar um allt land verið með sama starfsheitið í þeim öllum. Í banka eru þjónustufulltrúar í öllum útibúum, hvert útibú er sér skipulagseining og því ekki hægt að hafa aðeins eina stöðu þjónustufulltrúa hjá öllu fyrirtækinu. Hinsvegar getur verið gagnlegt að tengja starfið þjónustufulltrúi á allar stöður þjónustufulltrúa, bæði fyrir skýrslugerð og ýmsan samanburð.  Ef starf er notað sem starfafjölskylda (tengt jafnlaunavottun) þá eru oft á tíðum margar stöður sem myndu flokkast undir sömu starfafjölskylduna, sem dæmi;  Sérfræðingur I og þá væri starfafjölskyldan Sérfræðingur I valin inn á þær stöður.


 
Kjararannsóknarflokkun er hægt að tengja á störf og hún erfist þá niður á starfsmenn í gegnum þá stöðu sem viðkomandi starfsmaður er tengdur á. Þegar starfsmaður flyst á nýja stöðu þá þarf ekki að uppfæra kjararannsóknarflokkunina á starfsmanninum heldur uppfærist hún út frá nýju stöðunni hans m.v. það starf sem tengt er á þá stöðu. Kjararannsóknarflokkun er þó líka hægt að skrá beint á starfsmanninn eða nýta erfinguna af starfinu en yfirskrifa alla flokkunina eða hluta hennar á starfsmanninum.

Kjararannsóknarflokkun er notuð til að senda Kjararannsóknarskýrslu til Hagstofunnar að lokinni útborgun.


Dæmi um hvar starf er sótt inn á stöðuna og hvernig það birtist á stöðunni: