Skipurit
Uppsetning á skipuriti má sjá á þessari mynd.
Þegar stofna á skipurit er farið í Kjarni - Stofnskrár. Stofna þarf fyrirtæki (Samstæðu ef fyrirtækin eru fleiri en eitt), kostnaðarstöðvar, staðsetningar (ef við á), skipulagseiningar og stöður.
Skipuritið er svo hægt að sjá myndrænt í flipanum Skipurit í hliðarvalmynd. Skipuritið birtist eins og það er sett upp í kerfinu og undir hverri skipulagseiningu birtast starfsmenn hennar ásamt þeirri stöðu sem starfsmenn tilheyra. Hægt er að smella á starfsmenn í þessari sýn og er þá farið inn í spjaldið Tenging innan fyrirtækis starfsmannsins. Einnig er hægt að smella á skipulagseininguna og viðhalda stofnupplýsingum hennar. Ekki er hægt að stofna skipulagseiningar eða stöður í þessari sýn.