Stofna skipulagseiningu

Skipulagseiningar eru stofnaðar og þeim viðhaldið undir stofnskrár eins og öðrum grunngögnum í kerfinu.

Ýmsar upplýsingar eru tengdar á skipulagseiningar og sumar þessar upplýsingar erfast á aðra staði í Kjarna.

Hakað er við Er svið ef viðkomandi skipulagseining er svið. 

Kostnaðarstöðin sem tengd er á skipulagseiningu skilar sér á launafærslur þeirra starfsmanna sem tilheyra þessari tilteknu skipulagseiningu. Ef einhver af þeim stöðum sem tilheyrir þessari skipulagseiningu á að bókast á aðra kostnaðarstöð þá er hægt að yfirskrifa kostnaðarstöðina á stöðunni sjálfri. 

Í svæðið Yfirskipulagseining er skráð sú skipulagseining sem er yfir viðkomandi einingu. Ef viðkomandi eining er efsta einingin í skipuritinu þá er ekkert skráð í þetta svæði. 

Í svæðið Yfirstaða er skráð sú staða sem er yfirmannsstaða í viðkomandi skipulagseiningu. Þegar yfirstaða hefur verið skráð á skipulagseiningu þá fyllist sjálfkrafa út í svæðin YfirmaðurSamþykkjandi launa og Framkvæmdaraðili frammistöðumats með nafni þess yfirmanns sem tengdur er á yfirmannsstöðuna. Svæðið Yfirmaður er bara til birtingar en hægt er að yfirskrifa gildin í hinum tveimur svæðunum ef Samþykkjandi launa og/eða Framkvæmdaraðili frammistöðumats fyrir starfsmenn þessarar skipulagseiningar á að vera annar aðili en yfirmaður einingarinnar. Ef samþykkjandi launa og/eða framkvæmdaraðili frammistöðumats hefur verið yfirskrifaður en yfirskriftin á ekki við lengur þá er hægt að smella áhnappinn og þá kemur sjálfkrafa aftur inn sá starfsmaður sem skráður er yfirmaður á þessa einingu. 

Staðsetning sem skráð er á skipulagseiningu erfist niður á starfsmann í spjaldið Tenging innan fyrirtækis þar sem hægt er að yfirskrifa staðsetningu á starfsmanni ef við á.

Þær upplýsingar sem skráðar eru í svæðin Starfsmannafulltrúi, Launafulltrúi, Tímastjóri, Samþykkjandi launa og Framkvæmdaraðili frammistöðumats erfast allar á starfsmann í spjaldið Tengingar innan fyrirtækis, sjá neðri skjámyndina. Allar þessar upplýsingar er hægt að yfirskrifa á starfsmanni ef við á. 

Atvinnugreinaflokkun og Sveitarfélag fyrir Kjararannsókn erfist af fyrirtækinu. Ef viðkomandi skipulagseining á að vera með aðra flokkun þá er sú flokkun yfirskrifuð hér á skipulagseininguna. 

Ef heimilisfang skipulagseiningar er skráð eru þær upplýsingar aðgengilegar á starfsmanni í listanum Tenging innan fyrirtækis. Þessum upplýsingum er einnig hægt að skila yfir í AD ef kveikt er á Active Directory tengingu. 

Ef skipulagseining er ekki lengur í notkun er hægt að haka í Óvirk og hættir hún þá að birtast í listum og leitargluggum.