Sjá hér upplýsingar um Dagpeninga á vef.

 

 

Með því að fara með músina yfir nafn notanda (efst í hægra horni) sem er innskráður á Kjarnavefnum er hægt að komast í ýmsar stillingar.

Þar er hægt að:

  • Skipta yfir í ensku

  • Skipta yfir í dökkt þema

  • Breyta lykilorði notanda

  • Endursetja stillingar

  • Skrá sig út af vef

Ath. að endursetja þarf stillingar á vefnum reglulega (ca. 2 vikna fresti) þar sem vafrar eiga það til að geyma aðgerðir í minni. Mikilvægt er að endursetja stillingar eftir að nýjar útgáfur hafa verið gefnar út.

 

Í hliðarvali koma þeir kerfishlutar og aðgerðir sem búið er að virkja á vef hjá notendum. Með því að smella á táknið til hliðar við Kjarnalogoið, efst í vinstra horni, er hægt að fela texta kerfishluta og birta aðeins táknin.

Á upphafssíðu Kjarnavefsins birtast flísar með ýmsum lykiltölum mannauðs; Fjöldi eftir ráðningarmerkingu, Fjöldi eftir tegund ráðningar, Aldurstölur-Núverandi starfsfólks, Kynjahlutfall, Meðalstarfsaldur eftir aldurshópum, Aldursdreifing, Aldursdreifing eftir kyni, Hæsta menntunarstig og Algengustu námsleiðir.

Hægt er að sía á ákveðið fyrirtæki, svið eða ákveðna skipulagseiningu. Einnig er hægt að taka út tölfræðina m.v. ákveðna dagsetningu.

Ef starfsmenn eru í fleiri en einu starfi (eiga fleiri en eitt launamannanúmer) þá telja þeir starfsmenn í tölfræðinni fyrir öll þau launamannanúmer sem eru virk. Dæmi: Starfsmaður sem er í tveimur störfum (með tvö virk launamannanúmer), fastráðinn í öðru og Stjórnarmaður í hinu, telur fyrir bæði störfin í ráðningarmerkingu og tegund ráðningar. Auk þess telur þessi starfsmaður tvisvar sinnum í tölfræðinni fyrir kyn, aldur og menntun.

Hægt að velja hvaða flísar birtast með því að haka í viðeigandi flísar undir Sýnileg gögn.

Einnig er hægt er að fela alfarið þær flísar á yfirlitsmyndinni sem viðskiptavinir vilja ekki að séu sýnilegar. Senda þarf inn beiðni á service@origo.is sé óskað eftir því að fela ákveðnar flísar.

 

Til að sjá flísar með lykiltölum fyrir ráðningar er smellt á hnappinn Ráðningar. Þar birtast flísar með lykiltölum um umsækjendur og lykiltölur ráðninga.

Einnig hægt að fela þessar flísar og fela alfarið hnappinn ef viðskiptavinir eru ekki með kerfishlutann Ráðningar.

 

 

 

 

Varðandi kerfishluta í hliðarvalmynd þá er hægt að fela alla flipa og undirflipa. Hægt er að fela flipa niður á hlutverk þannig að sumt er sýnilegt fyrir ákveðin hlutverk en önnur ekki. Senda þarf inn beiðni á service@origo.is sé óskað eftir því að fela ákveðna virkni í hliðarvalmynd.