Dagpeningar á vef

Dagpeningar á starfsmannavef

 

Dagpeningar á starfsmannavef

 

 

 

 

 

Dagpeningar á starfsmannavef (3).mp4

 

Starfsmaður getur sent inn dagpeningabeiðni gegnum starfsmannavefinn. Beiðnin sendist á Kjarnavef og birtist hjá yfirmanni starfsmanns. Ferlið er útskýrt í í stuttu myndbandi hér til hliðar og nánar hér að neðan;

 

image-20240422-164346.png

 

Ýtt er á “Sækja um” á dagpeningaflísinni

 

 

Starfsmaður fyllir inn allar umbeðnar upplýsingar á flís.

Þegar staðsetning er valin þá fyllist sjálfkrafa út í dálkinn “Flokkur” en það þarf að velja hvort dagpeningar séu hefðbundin ferð erlendis eða vegna þjálfunar/náms/eftirlitsstarfa. Þetta köllum við tegund ferðar.

Þegar búið er að velja tegund ferðar þá er hægt að velja um hvort greiða á fyrir Gistingu, Annað eða Bæði.  

Kerfið reiknar þá út upphæð dagpeninga miðað við fjölda daga og skráð gengi. 

Fyrir neðan niðurbrot á útreikningi getur starfsmaður skráð skýringu ferðar.

 

Dagpeningar á Kjarnavef

 

Dagpeningar á Kjarnavef

 

 

 

Beiðnir frá starfsmannavef sendast á Kjarnavef og birtist hjá næsta yfirmanni starfsmanns. Á Kjarnavef er einnig hægt að stofna dagpeningafærslur á starfsmenn. Ferlið er útskýrt í myndbandi hér til hliðar og nánar hér að neðan;

 

 

Yfimaður sér dagpeningabeiðnir frá starfsmönnum undir Mannauður > Beiðnir.

Þar getur hann valið um að samþykkja eða hafna beiðninni.

Ef dagpeningabeiðni er samþykkt fer hún sjálfkrafa undir Dagpeningar > Færslur á Kjarna vef.

Þar birtist færslan samþykkt og einnig flyst hún samþykkt undir dagpeningar í client.

Skráning

 

Einning er hægt að stofna dagpeningafærslur á Kjarnavef>Dagpeningar>Skráning

Þegar ný færsla er stofnuð á vef er starfsmaður valinn, sett inn tímabil og kerfið reiknar út fjölda daga. Hægt er að breyta fjölda daga um hálfan dag +/-.

Þegar staðsetning er valin þá fyllist sjálfkrafa út í dálkinn “Flokkur” en það þarf að velja hvort dagpeningar séu hefðbundin ferð erlendis eða vegna þjálfunar/náms/eftirlitsstarfa. Þetta köllum við tegund ferðar.

 

 

 

Þegar búið er að velja tegund ferðar þá er hægt að velja um hvort greiða á fyrir Gistingu, Annað eða Bæði.  

Kerfið reiknar þá út upphæð dagpeninga miðað við fjölda daga og skráð gengi. 

Gengi er sótt með vefþjónustu þannig að nýtt gengi er sótt á hverjum degi.

 

ATH. til þess að áætluð staðgreiðsla reiknist á vefnum þarf að setja skipunina PerDiem.TaxPercent inn í stillingar gildi og setja staðgreiðsluprósentuna sem reikna á í gildi.

Færslur

 

Dagpeningar>Færslur

Hér kemur listi yfir þær færslur sem búið er að skrá á tímabilinu.  Sjálfgefið kemur tímabilið sem mánuðurinn í dag.  Með því að fara í Stillingar er hægt að velja hvaða dálkar eiga sjálfgefið að koma fram í listanum.

Hægt er að breyta Launamannanúmeri, Verkefni, Kostnaðarstöð, Skipulagseiningu, Frá, Til og Dagafjölda, öðrum gildum er ekki hægt að breyta í færslunni á vefnum en hægt er að eyða út færslu.  Ef ekki á að samþykkja færslu þá ætti að eyða henni út.

Það þarf að vera búið að samþykkja færslur svo hægt sé að bóka og flytja yfir í laun.

 

 

 

 

Hægt er að samþykkja eina og eina færslu með því að smella á samþykkt fyrir framan færsluna eða samþykkja allar færslur með því að smella á “Samþykkja allt” í tækjaslá

 

Hægt er að leiðrétta skráðar dagpeningafærslur á vef með því að smella á

 

 undir aðgerðir.

 

Tvær aðgerðir eru í boði.

  • Núlla - Notað ef hætt var við ferð. Ef valið mun nýja færslan núlla út völdu færsluna

  • Tímabil - Sett inn tímabil sem er notað til að finna mismun fyrir nýju færsluna. Ekki notað ef valið er að núlla.

Leiðrétt færsla stofnast í mínus og hana þarf einugis að samþykkja á vef og flytja svo í útborgun.

Leiðréttingarfærslur þarf ekki að bóka þar sem engin fyrirfram færsla kemur með þeim.