Dagpeningar í client
| Í hliðarvali Kjarna má finna kerfishlutann “Dagpeningar”. Þegar hann er valinn opnast færsluskrá dagpeninga. Hægt er að velja um að sjá
|
| Fyrir ofan færsluskránna er aðgerðarslá þar sem hægt er að:
Einnig er hægt að skoða:
Og nálgast töflur:
|
| Um leið og færsla er stofnuð á vef þá birtist hún í færslulistanum í Kjarna. Færslur eru samþykktar á vef en aðrar aðgerðir eru framkvæmdar í client. Þeir sem greiða dagpeninga fyrirfram nota aðgerðina “Bóka dagpeninga” og við þá aðgerð verður til bókurnarskrá sem sem lesin er inn í fjárhagsbókhald. Ef ekki er verið að greiða dagpeningana fyrirfram er þessari aðgerð sleppt og hægt að fara beint í aðgerðina “Dagpeningar í útborgun”. Passa verður að vera með rétta útborgun valda og þegar búið er að flytja færslurnar þá kemur númer útborgunar sem færsla var flutt í fram í færsluskránni. Það er hægt að sjá hvaða aðgerðum er lokið því að hak kemur í þar til gerða kassa, sjá svæðið í rauða rammanum á mynd. Einnig er hægt að fara í aðgerðina “Senda vefpóst” og þannig fær launþegi tilkynningu um væntanlega dagpeninga greiðslu. |
Bóka dagpeninga |
|
---|---|
| Þeir sem greiða dagpeninga fyrirfram geta bókað fyrirframgreiðslu inn á lánadrottinn svo gjladkeri geti greitt starfsmanni strax. Áður en farið er í að bóka þarf að stofna útborgun fyrir næstu launakeyrslu. Aðeins er hægt að bóka samþykktar færslur í opna útborgun. Ef reynt er að bóka dagpeninga í lokaðri útborgun kemur þessi villumelding:
Þegar færsla er bókuð verður hún merkt þeirri útborgun sem valin er í valskjá. Hver og ein bókunarskrá fær sitt númer sem er sett með í skránna til að aðgreina á milli skráa í fjárhagskerfi.
|
Smellt er á hnappinn “Bóka dagpeninga” og þá kemur upp valskjár þar sem hægt er að velja að bóka ákveðna tegund dagpeninga eða velja launamann sem bóka á fyrir. Ef ekkert er valið eru allar samþykktar færslur bókaðar. Til þess að hægt sé að bóka dagpeningafærslur í Kjarna þarf að vera búið að skilgreina bókunarskrá. Ráðgjafar Origo munu aðstoða við það | |
| Þegar bókun hefur verið framkvæmd opnast listi með bókhaldsfærslum. Hægt er að hægrismella inn í svæðið bókun til þess að skrifa færslur í bókunarskrá. Ef bókun misferst er hægt að taka hakið úr færslunni með því að slá inn lykilorð.
|
Senda tölvupóst |
|
---|---|
| Þegar búið er að skrá dagpeninga er hægt að senda launamönnum tölvupóst með yfirliti yfir væntanlega greiðslu til þeirra. Smellt er á “Senda vefpóst” í Kjarna client og þá kemur upp valskjár. Sú útborgun sem valin er í Kjarna kemur sjálfgefið upp. Ef senda á tölvupóst vegna færslna í annari útborgun þarf að breyta útborgunarvísi í valskjá. Ef einungis útborgun er skilgreind í valskjá eru útbúnar skýrslur vegna allra samþykktra og bókaðra færslna fyrir þá útborgun. Einnig er hægt að velja að senda póst fyrir ákveðna tegund dagpeninga eða velja inn einn eða fleirri launamenn sem senda á til. |
| Þegar smellt er á framkvæma útbýr Kjarni dagpeningaskýrslur fyrir valin skilyrði. Sjálfgefið er stilling fyrir netfang þannig að fyrst val er EmailWork en ef ekkert er skráð í það svæði þá sækir Kjarni svæðið Email. Ef hak er tekið úr “senda” fyrir einhverja aðila þá sendast ekki þeirra skýrslur. Einnig er hægt að breyta netfangi áður en smellt er á senda ef um einstaka breytingu er að ræða. |
Flytja yfir í laun |
|
---|---|
| Þessi aðgerð færir samþykktar færslur í útborgun. Aðeins færslur sem eru samþykktar og eru með sama eða engu útborgunarnúmeri eru fluttar í skráningu. |
| Upp kemur þessi valskjár. Sú útborgun sem er valin í Kjarna kemur sjálfkrafa upp í valskjánum. Hægt er að breyta um vísis númer útborgunar ef rétt útborgun er ekki valin. Einnig er hægt að velja að flytja einungis ákveðna launamenn með því að skilgreina þá undir launamaður. Sjálfgefið koma hökin í "Eyða fyrri færslum" og "Geyma niðurstöðu". |
| Eftir að færslur hafa verið fluttar kemur upp skilaboða gluggi sem segir til um hve mörgum færslum var eytt og hversu margar færslur voru fluttar og fyrir hversu marga launamenn. Einnig koma þar fram athugasemdir ef launamenn eru ekki valdir í útborgun sem færslur eru fluttar í. Einnig birtist listi yfir allar færslurnar sem fluttar voru. Þegar færslurnar eru komnar inn í launaskráningu má sjá að þær eru merktar "kom frá" Dagpeningar. |