Áætlun

Kjarni státar af mjög hraðvirkri reiknivél, sem reiknar laun og launatengd gjöld allra starfsmanna fyrirtækisins í 12 útborgunum.  

Launaáætlun vinnur á raungögnum úr launakerfi og þekktar breytingar eru skráðar fram í tímann áður en forsendur eru sóttar.

Áætlun er síðan reiknuð með launatengdum gjöldum út frá dagsetningum breytinga og því eru forsendur eins réttar og hægt er.

Launaáætlunin er unnin úr áætlunarhringnum. Í honum er hægt að komast í allar aðgerðir áætlunar.

Athugið að skýrslur eru settar upp í samvinnu ráðgjafa og notenda.

Hægt er að útbúa mismunandi skýrslur og tengja þær beint inn í áætlanahring og einnig beint inn í

tækjaslá í skráningu launaáætlunar.


Stjórnendur fá aðgang að sínum starfsmönnum út frá staðsetningu í skipuriti. Stillingaratriði er hvað stjórnendur mega skrá sjálfir inn í áætlun. Til að auðvelda þá vinnu er hægt að dreifa forsendum á alla starfsmenn með notkun stuðla, t.d. gera ráð fyrir bónusgreiðslu á kostnaðarstöð, sem dreift er jafnt á alla starfsmenn.

Boðið er upp á aðstoð við að útbúa skýrslur sem auðvelda stórnendum vinnu við gerð áætlunar með samanburði við laun síðustu ára. Áætlanagerð er því bæði fljótleg og eins nálægt sannleikanum og hægt er að komast þegar unnið er með spá fram í tímann.

Einnig er boðið upp á skýrslur sem auðvelda stórnendum samanburð á áætlun og raun launagreiðslum. Val er um uppsetningu út frá krónum og aurum, myndritum eða mælaborðum. Skýrslugerð er með þægilegu notendaviðmóti sem byggir á því að notendur dragi svæði inn/út úr skýrslu til flokkunar á gögnum, og því ekki þörf á að keyra skýrsluna upp á nýtt til að skipta um sýn.

Athugið að hægt er að minnka/stækka svæðið starfsmannatré með því að smella á svæðið á milli nafnalistans og skráningar og draga það til hægri eða vinstri eftir þörfum.