6. Ávinnslur og skuldbinding í áætlun

Hægt er að sækja ávinnslur og skuldbindingu uppbóta í áætlun og flytja inn á valda mánuði.

Þær ávinnslur sem reiknaðar eru til uppbóta eru:

  • Orlofsuppbót

  • Orlofsuppbót tímalauna

  • Desemberuppbót

  • Desemberuppbót tímalauna

  • Annaruppbót að vori

  • Annaruppbót að hausti.

Ef nota á ávinnslukerfið í áætlun þarf að merkja ávinnsluliðina í ávinnsluhringnum með því að setja hak í “Áætlun”

 

Sækja ávinnslur fyrir áætlun

 

Smellt er á Áætlun í hliðavali og þar valið að sækja ávinnslu fyrir áætlun.

Mælt er með því að sækja ávinnslur saman sem eiga að koma í sama áætlunarmánuði.

Inntak:

Þar kemur fram númerið á áætluninni sem verið er að sækja ávinnslur í.

Þar fyrir neðan er hægt að tilgreina hvaða mánuðir eigi að reiknast í ávinnslunni.

Ekki Þarf að skrá neitt í mánuði ef deilitala ávinnslu er 12 eins og td. á orlsfsuppbót.

Desemberuppbót sem stillt er innan árs með deilitöluna 11 þarf að sækja þannig að í mánuðir þarf að skrá mánuðina 1,2,3,4,5,6,7,8,9,10,11 til að skuldbindingin reiknist rétt.

Það sama á við um annaruppbætur, að vori þarf að skrá 1,2,3,4,5 og að hausti er skráð 8,9,10,11 þar sem deilitölurnar eru 5 og 4.

Niðurstaða:

Skráð er númer þess mánaðar sem uppbæturnar eiga að koma á í áætluninni.

Aðgerðir ávinnslna:

Hakað í “Sækja ávinnslu” og “Reikna formúlur”

Aðgerðir skuldbinding:

Hægt er að sækja ávinnslur og skuldbindingu í einni aðgerð með því að haka þarna í “Sækja skuldbindingu” og “Flytja skuldbindingu í áætlun”.

Gott er að gera aðgerðirnar aðskildar í fyrsta skiptið sem þær eru keyrðar til að sjá hvort að virknin sé rétt og stillingar séu réttar.

 

Ef sækja á skuldbindingu sérstaklega á áætlun þá er ferilinn sá sami og þegar ávinnslur eru sóttar. Velja þarf mánuði ef við á, ávinnsluliði og mánuðinn sem skuldbindingin á að koma á í áætlun.

Að endingu eru hökin höfð í Sækja skuldbindingu og Flytja skuldbindingu í áætlun

Hægt er að taka út hraðlista undir “Áætlun og ávinnslur” til þess að skoða það sem búið er að flytja á áætlunina sjálfa.

Einnig er hægt að sjá uppbæturnar undir “Skrá” í áætluninni og þau hlutföll sem reiknuð hafia verið fyrir hvern og einn.