11. Bóka áætlun

Eftir að áætlun hefur verið unnin í Kjarna er hægt að bóka hana með svipuðum hætti og þegar laun eru bókuð.

Byrja þarf á að setja inn stillingar fyrir bókun áætlunar á bókhaldslykla líkt og fyrir launabókun.

Þegar allar stillingar eru klárar er ferilinn með sama hætti og við bókun launa.

Áætlunarhringurinn er valinn og fyrir utan hann er smellt á bókhald til að fá upp flæðirit bókunar.

Þegar smellt er á bóka er heildar áætlunin bókuð. Undir skoða er hægt að sjá færslur niður á bókunamánuði en undir Greina birtist heildar bókun niður á bókunarvísa.

 

Ef senda á bókunarskrá yfir í fjárhagsbókhald þarf fyrst að útbúa skilgreiningu bókunarskráa fyrir áætlunina, sjá nána hér:Skilgreiningar bókunarskráa

Þegar stillingar eru tilbúnar er smellt á “Senda”

Valskjárinn kemur með númer heildar áætlunar. Hægt er að velja að send einstaka mánuði. Ef ekkert er valið í svæðið “Mánuðir” er útbúin heildarskrá.

Undir “Aðgerð” er hægt að velja hvort skrifuð sé skrá eða hvort tekinn sé út listi.

Undir “Skrá” er hægt að velja hvort tekin sé út ein skrá fyrir alla mánuðina eða skrá fyrir hvern mánuð.

Þegar skilyrði hafa verið valin er smellt á framkvæma og þá vistast skráin útfrá völdum atriðum á þeirri skrárslóð sem valin var.