2. Sækja fasta launaliði í áætlun

Þegar búið er að stofna áætlun og skrá inn allar þekktar launa- og skipulagsbreytingar fyrir áætlunarár eru fastir launaliðir sóttir. 

 

Til að sækja fasta launaliði fyrir alla launþega í áætlun er smellt á "Sækja föst laun í áætlun" í áætlunarhringnum. Þá opnast valskjár þar sem forskráðar eru upplýsingar um valda áætlun ásamt þeim launaliðum sem verið er að áætla á.

Ef ekki á að sækja fasta liði fyrir alla mánuði ársins er hægt að velja inn einstaka mánuði með því að setja númer þeirra í dálkinn mánuðir og hafa kommu á milli mánaða. Dæmi: Ef aðeins á að sækja fasta liði fyrir janúar, febrúar og mars er skráð 1,2,3 í dálkinn mánuðir.

Ef ekki á að sækja fasta liði fyrir alla starfsmenn er hægt að velja inn launamenn/skipulagseiningu í dálkinn Launamaður/Skipulagseining og hafa kommu á milli launamanna númera/skipulagseininga.  Með sama hætti er einnig hægt að sækja fasta launiliði fyrir gr.form launamanns,

gr. form launaliðar eða launatöflu.

Undir aðgerð er hakað við "Sækja fasta launaliði".

Ef að launaliðir hafa áður verið sóttir er sett hak í "Eyða föstum launum fyrir" til að eyða færslum sem hafa áður verið sóttar.

Ef hakað er í "Reikna laun" reiknar kerfið laun um leið og það sækir fasta liði í áætlun.

Fasta launaliði er einnig hægt að sækja fyrir hvern og einn launamann í gegnum skráningarglugga áætlunar.

Þegar ýtt er á á táknið "sækja fasta launaliði" opnast valskjár þar sem forskráðar eru upplýsingar um valda áætlun, þá launaliði sem verið er að áætla á ásamt upplýsingum um viðkomandi launamann.

Undir aðgerð er hakað við "Sækja fasta launaliði".

Ef að launaliðir hafa áður verið sóttir er sett hak í "Eyða föstum launum fyrir" til að eyða færslum sem hafa áður verið sóttar.

Ef hakað er í "Reikna laun" reiknar kerfið laun um leið og það sækir fasta liði í áætlun.