1. Undirbúningur og stillingar
Nokkur lykilatriði sem þarf að hafa í huga |
|
---|---|
| Undirbúningur er mjög oft unninn í samvinnu launafulltrúa, mannauðsstjóra og fjármálastjóra. Áður en hafist er handa við sjálfa áætlunargerðina er nauðsynlegt að uppfæra allar fyrirsjáanlegar breytingar á starfsmannahaldi og launum. Þessar breytingar geta verið bæði persónu- og kjarasamningsbundnar. Hér er listi yfir lykilatriði sem þarf að yfirfara og uppfæra ef við á:
|
Þekktar skipulagsbreytingar |
|
| Ef vitað er um skipulagsbreytingar á árinu sem verið er að áætla fyrir og það liggur fyrir hvenær sú breyting kemur til framkvæmda eru upplýsingar um það settar inn í spjaldið Tenging innan fyrirtækis viðkomandi starfsmanns. Í dæminu hér til hliðar er verið að áætla fyrir árið 2025 og það liggur fyrir að frá og með 1. janúar það ár á starfsmaður að fara í aðra stöðu innan fyrirtækisins. |
Þekktar persónubundnar breytingar tengdar kjarasamningum (t.d. umsamin þrepahækkun) |
|
| Ef að starfsmaður á að fá persónubundna hækkun á árinu sem verið er að áætla fyrir og það liggur fyrir hvenær sú hækkun kemur til framkvæmda og hversu mikil hún á að vera eru upplýsingar um það settar inn í grunnlaunaspjald viðkomandi starfsmanns. Í dæminu hér til hliðar er verið að áætla fyrir árið 2025 og það liggur fyrir að frá og með 1. apríl það ár á starfsmaður að hækka um eitt launaþrep. |
Þekktar eða áætlaðar kjarasamningsbundar hækkanir |
|
| Áður en byrjað er að vinna áætlun þarf að tryggja að búið sé að skrá inn kjarasamningshækkanir fyrir áætlunar ár. Breytingar og hækkanir á launatöflu eru framkvæmdar í listanum Launatöflur í hliðarvalmynd launakerfisins. Nánari upplýsingar um hækkanir: Hækka launatöflur. Þegar sett er inn hækkun á samning þarf að gæta þess að velja tegundina "Áætlun". Ef tafla er merkt þannig tekur launaskráning ekki mið af henni, heldur aðeins launaáætlun. |
Reikniliðir í áætlun |
|
| Ef nota á reikniliði í launaáætlun þá þarf að vera til launatafla á samningi núll sem er af tegundinni "Áætlun" ef launatafla samnings launamanns er af tegundinni "Áætlun". |
Breytingar á hlutföllum og föstum |
|
| Tryggja þarf að allar þekktar breytingar á hlutföllum og föstum fyrir áætlunar ár séu skráðar í kerfið. Ef það liggur fyrir hækkun á orlofs- og desemberuppbót á áætlunar ári þarf að vera búið að setja réttar upphæðir inn á viðeigandi dagsetningum. Breytingarnar eru settar inn í listanum launatöflur í hliðarvalmynd launa. |
Skatthlutföll áætlunar |
|
| Setja þarf inn skatthlutföll fyrir næstkomandi ár. Þar sem skattaprósentur ligga ekki fyrir þegar áætlun er framkvæmd þarf að setja inn sömu skatthlutföll og fyrir núverandi ár. Því er síðan breytt þegar gefin hafa verið út hlutföll fyrir næsta ár. Nánari upplýsingar um það má finna hér. |