Hækka launatöflu

Hækka launatöflu

Hækka launatöflu

 

Hækka launatöflu

 

image-20250122-093941.png

 

Hækkanir á launatöflu eru framkvæmdar í launatöflu listanum undir Kjarni – Laun. Til að hækka töflu er viðeigandi tafla valin í listanum vinstramegin í kerfinu. Þegar búið er að velja þann samning sem á að hækka er smellt á „Aðgerðarhjól" sem er lengst til hægri í tækjastikunni.

Einnig er hægt að hægrismella á launatöfluna og velja þar „Hækka launatöflu"

image-20250122-094757.png

 

Athugið að ef á að hækka launatöflu sem á að taka gildi á sama tíma t.d. vegna áætlunar þarf að setja inn annan gildisdag þegar tafla er hækkuð, fara svo í nýju töfluna og breyta gildir frá dagsetningu og tegund

Ef hækka á seinna svona töflu sem hefur sama gildistíma tvisvar, þarf einnig að breyta Gildir frá á annarri töflunni t.d. í 02.02.2024 áður en farið í aðgerðina að hækka,  hækka svo töfluna og breyta svo gildistíma til baka í 01.02.2024 í þessu dæmi.

image-20250122-095204.png

 

Í glugganum sem opnast eru upplýsingar um þá töflu sem á að hækka efst. 

 

Í neðri hluta gluggans eru slegnar inn upplýsingar um gildistíma hækkunar, hvort um sé að ræða hlutfallshækkun eða krónutöluhækkun.

Einnig er hægt að skrá inn ef tafla á að hækka að lágmarki um ákveðna krónutölu og eins ef hámark er á hækkun. 

Td. gæti launatafla átt að hækka um 3,5% og að lágmarki um 23.750 kr. Þá er tegundin “Hlutfallshækkun” valin og prósentan sett í svæðið “Hlutfallshækkun” og lágmarks upphæðin sett í svæðið “Lágmark”. - Athugið að ef verið er að hækka taxtakaup gildir önnur tala að lágmarki/hámarki en ef verið er að hækka mánaðarlaun. Sjá dæmi hér að neðan;

Þegar launatafla er hækkuð flyst óbreytt allt sem skráð var í hlutfall og fasta í eldri töflu. 

 

Ef að launatafla er leiðrétt aftur í tímann getur kerfið á einfaldan máta endurreiknað laun í greiddum útborgunum. 

Sjá nánar í Leiðrétta laun afturvirkt. 

image-20250122-101239.png

 

Dæmi um hækkun á tímakaupi.

Ef launatafla á að hækka um 3,5% og að lágmarki um 23.750 kr. þarf að reikna út hver hækkunin á að vera að lágmarki fyrir taxtakaup með því að deila upphæðinni í vinnutímaskyldu starfsmanna. Sú tala sett sem lágmark og 3,5% skráð í ‘Hlutfallshækkun’. Td. ef vinnuskyldan er 173,33 tímar á mánuði þá: 23.750/173,33=137,0219