Leiðrétta vetrarorlof

Aðgerðin Leiðrétta vetrarorlof var skrifuð á árdögum Kjarna fyrir fyrsta viðskiptavininn. Hún var því skrifuð með þeirra þarfir í huga allt "harðkóðað" inn í forritunina sjálfa. Byrjað er að breyta forritun þannig að aðgerðin nýtist fleiri viðskiptavinum, en þeirri vinnu er ekki enn lokið.

Útborgunin sem leiðréttingin er gerð í þarf að vera með söfnunarár þess orlofsárs sem verið er að leiðrétta.

Aðgerðin virkar þannig að úttekið orlof í valinni útborgun er lækkað um 25% þannig að Kjarni les inn mínus 25% á sama launalið "9299 Úttekið orlof"

Dæmi: Starfsmaðu er með 8 tíma skráða á launalið 9299 Úttekið orlof. Eftir keyrslu aðgerðarinnar bætist við færsla á launalið 9299 - 2 tímar.

Aðgerðin er keyrð úr flipanum "Aðgerðir" í tækjastiku efst í kerfinu.

Aðgerðin "Leiðrétta vetrarorlof" er harðkóduð á eftirfarandi kjarasamninga: 500, 501, 502, 503, 550, 600, 601 og 700

Notendur geta sjálfir stillt inn þetta hlutfall og einnig hvaða mánuðir eru vetrarmánuðir. Þessar stillingar eru í Gildi í flipanum Stillingar, næsti flipi við hlðina á Aðgerðir.

NafnKódiGildi
Poet.WinterHoliday.RatioLeiðrétting vetrarorlofs0,75
Poet.WinterHoliday.FromMonthLeiðrétting vetrarorlofs10
Poet.WinterHoliday.ToMonthLeiðrétting vetrarorlofs4