Uppmælingar - útreikningur
Stofna verk og reikna mælingu |
|
Hægt er að nota verk til að reikna út hlut launamanna í uppmælingu verka. Heildarkostnaður verks er skráður og dreginn frá kostnaður tiltekinna tíma (launaliða sem teljast til mælingaliða) sem launamenn hafa fengið greidda fyrir vinnu er tilheyra uppmælingunni þ.e. hverju verknúmeri fyrir sig. Ef launafærslur koma úr viðverukerfi þarf að tryggja að verknúmer séu eins í Kjarna og viðverukerfinu. Það þarf að stofna verkið áður en vinnan hefst og skrá mælingaliðina sem draga á frá á þetta verknúmer. Í verkinu er hægt að framkvæma 4 aðgerðir í aðgerðarhnappi
Verk eru stofunuð í Hliðarvalmynd>Kjarni>Stofnskrár>Verk Þar er farið í græna plúsinn til að stofna nýtt verk. | |
| Verk Hverju verki er gefið númer og skrá þarf inn forsendur hvers verks fyrir sig. Hægt er að skilgreina ef viðkomandi verk á aðeins að tilheyra tiltekinni samstæðu. Ef bóka á greiðslur á verk þarf að setja inn bókhaldslykil Mæling Skrá heildargreiðslu fyrir verkið Í svæðið „Krónur á tímann“ kemur tímakaup fram eftir að búið er að reikna uppmælinguna Mælingaliðir sem á að draga frá uppgjöri verða að vera skráðir á þetta verk þegar mæling eru reiknuð Bunkanúmer og bókunardagur koma fram eftir að búið er að setja útreikninginn inn í skráningu launa Uppgjör lokast þegar búið er að setja útreikning í skráningu Hægt er að opna verkið aftur með því að taka út hak við „Uppgjöri lokið“ ef forsendur hafa ekki verið skráðar rétt inn og reikna þarf uppmælinguna aftur. Við þá aðgerð falla út áður reiknaðar mælingar og nýjar forsendur koma í staðinn. Þetta á við ef t.d. heildargreiðsla hefur breyst eða ef ekki hefur verið búið að skrá alla tíma sem tilheyra verkinu áður en útreikningur var gerður. Ef búið er að loka útborgun þar sem útreikningur var greiddur, sér Kjarni um að sækja þær færslur í mínus og koma þær inn í skráningu þegar nýr útreikningur er settur inn í skráningu í nýrri útborgun Í nýju útborguninni reiknast til greiðslu mismunur á nýjum reikningi og því sem áður var búið að greiða.
|
| Tegund verks er stofnað með því að smella á þriggja punkta hnappinn við tegundina og ýta á græna plúsinn í spjaldinu sem opnast. |
| Skrá launamenn á verkið. |
| Ýta á græna plúsinn í spjaldinu sem opnast. Skrá launamenn sem eiga að fá greitt úr viðkomandi mælingu og hlut hvers launamanns. Mælum með að nota launamannanúmerið (Nemi gæti t.d. verið skráður með 80% hlut á móti 100% hlut meistara) |
Til að reikna út hlut hvers starfmanns er farið í aðgerðarhnappinn eða “sólina” og valið að reikna mælingu og Framkvæma, þá þarf að vera búið að skrá alla mælingarliði sem eiga að dragast frá. Mælingaliðir geta verið í fleiri en einni útborgun og við útreikninginn koma allar launafærslur inn á starfsmanninn sem skráðar hafa verið á þetta verknúmer. Þarna sést hve marga tíma hver og einn hefur fengið skráða á verkið og hlutfall hvers og eins í mælingunni reiknast miðað við tímafjöldann.
| |
Í skilaboðum kemur yfirlit úr niðurstöðum | |
Neðst í skjámyndinni koma heildarniðurstöður í hverjum dálki fyrir sig | |
Til að skráðir launaliðir flokkist í dálka sem dagvinna eða yfirvinna, þarf að búa til vinnuform og setja á viðeigandi launalið. Ef ekkert vinnuform er á launaliði koma þeir í dálkinn Annað | |
Til að setja niðurstöður mælinga í skráningu á að fara í aðgerðarhnappinn eða “sólina” og velja “Mæling í skráningu” og Framkvæma, við það fara uppgjörsfjárhæðir í skráningu launa á þann launalið sem tilgreindur var þegar verkið var stofnað. | |
Við þessa aðgerð reiknast „Krónur á tímann“ það stofnast bunkanúmer og bókunardagur kemur inn á verkið og verkinu er lokað.
Endurreikna þarf laun í útborguninni eftir að mælingarniðurstöður eru komnar inn í skráninguna. | |
| Til að senda launamönnum yfirlit uppmælingar þegar búið er að greiða er farið inn á viðkomandi verknúmer opnuð skjámyndin „Skrá launamenn“
|
| Farið í aðgerðarhnappinn og valið Skoða/Senda skýrslu og Framkvæma. |
| Til að senda launamönnum uppgjörið er smellt á hnappinn “Senda sem póst” |
| Þá opnast þessi skjámynd, Ef ekki er ekki búið að skrá netföng starfsmanna er hægt er að skrá inn netföngin í dálkinn Email Það er líka hægt að sleppa að senda á starfsmenn með því að haka í “Sleppa” Það sem kemur í skilaboðagluggann er tillaga en hér er hægt að breyta textanum. Til að senda er smellt á hnappinn „Senda póst“ |
Endurreikna lokað mælingauppgjör |
|
Ef búið er að gera upp mælingu og loka útborgun sem það mælingauppgjör var reiknað í, er hægt að opna verkið aftur: Dæmi um þetta er ef ekki hafa verið skráðir allir tímar sem tilheyra verkinu og verkið var reiknað á of lágu verði. Hér má sjá verk sem búið er að gera upp en það vantaði inn 20 tíma í yfirvinnu á Erling Jónsson og reikna átti verkið á 3.000.000,- í þessu dæmi er Ríkhard líka búinn að fá greitt hærri fjárhæð en hlutur var í verkinu og þá kemur uppgjörið í mínus | |
| Nýjar forsendur skráðar, verk reiknað aftur og sett í skráningu
Við þessa aðgerð er verkið reiknað aftur og færslur sem búið var að greiða koma í mínus í mælingu en nýjar forsendur í plús |
Hér sést hvernig leiðréttingin kemur í skráninguna | |
Muna þarf að endurreikna eftir að búið er að setja mælingu í skráningu aftur. |