Samþykkt launa
Í Kjarna geta stjórnendur samþykkt og skoðað laun með einföldum hætti. Samþykktarferli launa er yfirleitt stýrt af launafulltrúa eða þeim sem sjá um vinnslu launa.
Ferlið er sett af stað um leið og launavinnslu er lokið og laun tilbúin til samþykktar. Meginreglan er að laun séu samþykkt fyrir útborgun en í kerfinu er einnig hægt að samþykkja þau eftir að laun hafa verið greidd út.
Samþykktarferlið er hægt að hanna og þróa fyrir hvern og einn viðskiptavin en í þessari handbók verður farið yfir helstu virkni og notkun samþykktarferlisins.
Aðgangi stjórnenda að launum starfsmanna í samþykktarferli er stýrt út frá skipuriti. Ef samþykkjandi er ekki skráður stjórnandi í skipuriti, þá þarf að útbúa sérstakt hlutverk fyrir samþykkjandann.
Í þeim tilfellum sem starfsmenn eru að fá laun á fleiri en eina skipulagseiningu eða kostnaðarstöð er nauðsynlegt að setja inn stillingu til að skipta upp launalið 9001 vegna heildarlauna sem stýrir færslum til samþykktar. Ráðgjafar Origo aðstoða við það.
Laun starfsmanns koma fram í samþykktarferli þess stjórnanda sem starfsmaður tilheyrði fyrsta dag launatímabils. Þannig að ef starfsmaður skiptir um starf á tímabilinu, þá sér nýr stjórnandi ekki launin þann mánuð.