Stofna

Áður en vinnsla við útborgun getur hafist þarf að stofna nýja útborgun í kerfinu. Það er gert með því að smella á stofna í launahringnum. Þá opnast gluggi með upplýsingum úr þeirri útborgun sem er valin í fellivali efst í vinstra horni skjámyndar

Haka við eftirá og/eða fyrirframgreidd laun eftir því sem við á. 

Ef notaðir eru launahópar þá er númer hóps skráð í reitinn Launahópur nr. og sækir kerfið þá nafn hóps. Aðeins þeir starfsmenn sem skráðir eru í viðkomandi launahóp, verða aðgengilegir í þessari útborgun. Ef enginn launahópur er valinn, þá koma allir starfsmenn fyrirtækis fram í útborgun. Launahópur er stofnaður úr grunnlaunaspjaldi starfsmanna. 

Ef valinn er launahópur sem enginn starfsmaður hefur fengið úthlutað, þá opnast skráningarmynd launa ekki. Á skjáinn kemur villumeldingin
"Vinsamlega athugið skráningar starfsmanna. Starfsmenn þurfa að hafa skráðar upplýsingar í spjöldin Tenging innan fyrirtækis, Grunnlaun og Vinnutími."

Þegar hakað er við Eftirá og/eða fyrirfram og útborgunardagur er sleginn inn fyllir kerfið sjálfkrafa inn í reitina Útborgun nr., Nafn á útborgun og Tímabil – eftir því hvaða forsendur eru valdar

Greiðslutíðni:

Mánaðarlaun koma sjálfvalin upp í greiðslutíðni þegar útborgun er stofnuð og er algengasta greiðslutíðnin.

Í einhverjum tilfellum er verið að nota greiðslutíðnina "Hálfsmánaðar" en þær útborganir verða að vera innan skilagreinamánaðar RSK, þó svo að vinnutímabil skarist mögulega við aðra mánuði.

Dæmi: Vinnutímabil er frá 28. september til 12. október.  Þá er dagsetning útborgunar skráð frá 1.-15. október en í  önnur tímabili er skráð rétt vinnutímabil.  Næsta tímabil er frá 13.- 27. október. 

Dagsetning útborgunar er skráð 16.-31. október en rétt vinnutímabil skráð í önnur tímabil.

Á þennan hátt reiknast persónuafslátturinn ávallt rétt fyrir mánuðinn og staðgreiðsluskilagrein fer eðlilega inn til RSK.


Þegar aðeins er verið að greiða eftirá greidd laun:

  • Útborgun númer = númer mánaðar sem skráður er í útborgunardag.
  • Nafn á útborgun = nafn mánaðar sem skráður er í útborgunardag

Þegar laun eru aðeins greidd eftirá eru þau yfirleitt greidd út síðasta dag mánaðar.

  •  Tímabil byrjar = fyrsti dagur mánaðar sem skráður er í útborgunardag.

Tímabil endar = síðasti dagur þess mánaðar sem skráður er í útborgunardag

Þegar aðeins er verið að greiða fyrirframgreidd laun
Ef hakið er tekið af Eftirá og bara skráð í Fyrirfram í svæðinu Tímabil, þá breytast dagsetningar til samræmis. Hak tekið af Eftirá – útborgun aðeins fyrir FYRIRFRAM


 Þegar laun eru aðeins fyrirfram greidd, þá eru þau greidd fyrsta dag mánaðar.

  • Tímabil byrjar = fyrsti dagur þess mánaðar sem skráður er í útborgunardag.

Tímabil endar = síðasti dagur þess mánaðar sem skráður er í útborgunardag

Þegar verið er að greiða bæði eftirá- og fyrirframgreidd laun
Ef hakað er bæði við Eftirá og Fyrirfram í svæðinu Tímabil, þá breytast dagsetningar til samræmis. 
Þegar laun eru greidd fyrir tvö tímabil er mismunandi hvort borgað er fyrsta dag fyrirfram mánaðar eða síðasta dag eftirá mánaðar.

  • Tímabil byrjar = fyrsti dagur FYRRI mánaðar sem skráður er í útborgunardag.
  • Tímabil endar = síðasti dagur SEINNI mánaðar sem skráður er í útborgunardag