Stilla og breyta útborgun
| Til að komast í stillingar valinnar útborgunar er ýtt á textann „Laun" í miðjum launahringnum. Þá opnast gluggi sem inniheldur nánari stillingar fyrir útborgun |
Almennt |
|
| Hér eru helstu upplýsingar um valda útborgun. Hér má sjá hvaða fyrirtæki útborgunin tilheyrir, númer útborgunar, hvort að hún sé opin eða lokuð og svo framvegis. Í þessu dæmi er erið að greiða fyrirfram og eftirá greidd laun í lok janúar 2025. Skilagreinamánuður er því janúarr þar sem verið er að greiða iðgjöld fyrir janúarmánuð. Undir flipanum Almennt er að finna þær upplýsingar sem settar voru inn við stofnun útborgunar. |
Önnur tímabil |
|
| Hér má sjá tímabil útborgunar. Í þessu dæmi er verið að greiða eftirágreidd laun fyrir janúar og fyrirframgreidd fyrir febrúar. Skilagreinamánuður er misjafn eftir því hvort launamaður sé að fá greidd laun eftirá eða fyrirfram. |
Launahópar |
|
| Hér birtast þeir launahópar sem valdir voru þegar útborgun var stofnuð. Sjá nánar um launahópa hér. Hér er einnig hægt að bæta við launahópum eða breyta/eyða. |
Reikningur |
|
| Í þessum flipa er hægt að haka við ef sleppa á að reikna persónuafslátt, gjaldheimtur eða fasta/lsr í útborgun. Þetta getur m.a. átt við ef verið er að greiða auka útborgun. |
Bókun og skuldbinding |
|
| Hér er hægt að sjá hvort laun og skuldbinding séu bókuð, og hver staðan er á skuldbindingunni. “Alltaf nota í ávinnslum og skuldbindingum” - ef hakað er í þetta svæði þá eru upplýsingar sóttar í þessa útborgun hvort sem hún er opin eða lokuð, þegar ávinnslur og skuldbindingar eru sóttar.
|
Samanburður |
|
| Samþykktarferli launa - sjálfkrafa er síðasta útborgun sett sem samanburðarútborgun, en hægt er að breyta/eyða ef þarf. |
Eftir að útborgun er stofnuð er mikilvægt að fara yfir helstu stillingar hennar.