Stilla og breyta útborgun


Eftir að útborgun er stofnuð er mikilvægt að fara yfir helstu stillingar hennar. 

Til að komast í stillingar valinnar útborgunar er ýtt á textann „Laun" í miðjum launahringnum. Þá opnast gluggi sem inniheldur nánari stillingar fyrir útborgun

Útborgun breyta - almennt
Útborgun breyta - önnur tímabil

Önnur tímabil: Hér má sjá tímabil útborgunar. Í þessu dæmi er verið að greiða eftirágreidd laun fyrir febrúar og fyrirframgreidd fyrir mars. Skilagreina mánuður er misjafn eftir því hvort launamaður sé að fá greidd laun eftirá eða fyrirfram.
Útborgun breyta - launahópar
Launahópar: Hér birtast þeir launahópar sem valdir voru þegar útborgun var stofnuð. Launahópar eru stofnaðir fyrst og fremst til að geta haft ákveðna starfsmenn í annarri útborgun en almennri útborgun. Dæmi: Halda á utan um útborganir sumarstarfsmanna sérstaklega. Þá er útbúinn launahópur 1 fyrir almenna starfsmenn og 2 fyrir sumarstarfsmenn. Stofna þarf því tvær útborganir á sumrin, eina þar sem valinn er inn launamannahópur almennra starfsmanna og aðra þar sem valinn er inn launahópur sumarstarfsmanna. Starfsmenn eru settir í launahópa í Grunnlauna spjaldinu. 
Útborgun breyta - reikningur
Reikningur: Í þessum flipa er hægt að haka við ef sleppa á að reikna persónuafslátt, gjaldheimtur eða fasta/lsr í útborgun. Þetta getur m.a. átt við ef verið er að greiða auka útborgun.