Útborganir um áramót
Þegar unnið er með fyrirframgreidda og eftirágreidda, þá þarf að gæta varúðar við stofnun útborgana um áramót.
Eftirágreiddir - föst laun
Þegar eftirágreiddir fá föstu launin sín greidd í lok desember eru oft aukagreiðslur til þeirra sem eru á fyrirframgreiddum launum, eins og t.d. yfirvinna og bónusar og jafnvel fastir launaliðir sem eru í raun eftirágreiddir.
Þegar útborgunin sjálf er stofnuð, skal AÐEINS haka við valkostinn fyrir eftirágreidda - EKKI haka við fyrirfram. Það er gert til að dagsetningar útborgunar verði örugglega réttar.
Þegar útborgun hefur verið stofnuð, er smellt á textann “Laun” í miðju launahrings og Greiðsluformi breytt úr “Eftirá” í “Eftirá og fyrirfram”.
Athugið að bæta þarf handvirkt færslu fyrir fyrirframgreidda starfsmenn í flipann “Önnur tímabil”.
Dagsetningar fyrirframgreiddra verða líka í desember sama ár.
Eftir að opnað hefur verið á fyrirframgreidda í útborgun eru fastir launaliðir sóttir. Athugið vel að skrá sérstaklega inn “Tímabil launaliðar” 1 Eftirá
Á þann hátt fá fyrirframgreiddir starfsmenn greidda þá föstu launaliði sem eru í raun eftirágreiddir launaliðir, en ekki mánaðarlaunin sín sem eru fyrirframgreidd.