Launamiðar
|
|
---|---|
| Hliðarval í Kjarna > Laun >Launamiðar
Þegar smellt er á textann “Launamiðar” opnast flæðirit sem veitir aðgang að öllum þeim stillingum og aðgerðum sem tengjast uppsetningu launamiða og sendingu þeirra til ríkisskattstjóra og launamanna. Eftirfarandi er útskýring á hverri einingu í flæðiritinu. |
| LaunamiðarÞegar smellt er á reitinn ‘Launamiðar’ opnast yfirlit yfir alla reiti launamiðans eins og þeir eru framsettir á vef ríkisskattstjóra. |
| Launaliðir
Hægt að velja “Launaliðir” og “Launaliðir í launamiðum”
|
| Launaliðir Opnar lista yfir alla launaliði í sprettiglugga. Hægt er að breyta stillingum beint úr þeim glugga. |
| Launaliðir í launamiðum Opnar lista yfir launamiðareiti þar sem sjá má hvaða launaliðir eru skráðir í reiti. Gott að bera saman skráningu í launamiðareiti til að tryggja að allir launaliðir sem eru á fyrirtækjalista og eiga að koma á launamiða séu skráðir á launamiðareit |
| UndirbúaÞetta er aðgerð sem þarf að keyra til þess að útbúa launamiðana sjálfa. Ef gerðar eru breytingar á gögnum þá þarf að keyra þessa aðgerð aftur. Aðgerðin er keyrð með því að smella á kassann Undirbúa. Þegar smellt er á Undirbúa opnast valskjár þar sem hægt er að takmarka valið t.d. við fyrirtæki, starfsmann, launalið eða "Dálkar" Launamiðareitir á launamiða. Þegar aðgerð er lokið kemur upplýsingagluggi í hægra neðra hornið þar sem fram kemur hvort vinnsla tókst eða ekki og hve margir launamiðar voru útbúnir ef vinnsla tókst.
Ef hakað er við Sundurgreina á launalið - þá er hægt að draga launaliðina inn í greiningarskýrsluna í "Yfirfara", sjá hér á eftir. Ef hakað er við Eyða öllu fyrir - þá eyðast fyrri launamiðar sem áður var búið að mynda.
|
| YfirfaraÞrjár leiðir eru í boði til að yfirfara launamiðana; Greina, Listi og Skýrsla |
| GreinaGreina gefur samtölur per launamiðareit á launamiða. Sýnir númer reits, heiti þess og heildarupphæð í hverjum reit. Hægt er að draga inn til viðbótar Ártal, Fyrirtæki númer og nafn, Nafn starfsmanns, Launalið (ef hakað var við Sundurgreina á launalið) og númer og nafn lífeyrissjóða. Í svæðinu „Velja svið“ eru einnig Kostnaðarstöð og Skipulagseiningar en þau svæði skila ekki upplýsingum í listann, en eru notuð af Kjarna.
Þennan lista er gott að bera saman við fyrirtækjalista ársins. Ef þessir listar stemma ekki, væri gott að byrja á að skoða eftirfarandi þætti:
|
| ListiListinn sýnir starfsmannalista og skiptingu launa í reit hvers starfsmanns. Hægt að draga inn sömu svæði og í Greina, nema launaliði, þeir skila engu hér. |
| SkýrslaSkýrslan eru launamiðarnir sjálfir. Hægt að velja starfsmenn, eða prenta alla á skjá. Hægt að haka við að sjá aðeins samtalsseðil. Opnast sem sprettigluggi, ekki flipi. |
| SendaTveir sendingarmöguleikar eru í boði. Annarsvegar til ríkisskattstjóra, sent með vefþjónustu. Hinsvegar er boðið upp á XML skrá sem lesin er inn í viðskiptabanka á netinu til birtingar í heimabanka starfsmanna. |
| Til RSKValskjár opnast sem bíður upp á að val sé þrengt en þar er einnig boðið upp á prufusendingu. Undir "Tegund" er hægt að velja um tvær tegundir - Launamiða og sveitarfélagamiða.
|
| Niðurstöðuglugginn bíður upp á skoðun á launamiðum með pdf, sjá bláann undirstrikaðan texta. Ríkisskattstjóri er með öfluga villuleit við móttöku á launamiðum. Athugasemdir eru oftast vegna viðmiða á upphæðum einstakra reita. Athugasemdir stoppa ekki móttöku launamiða. Hafnað eru villur sem valda því að RSK tekur ekki á móti launamiðum. Þá þarf að leiðrétta þessar villur, endurvinna áramótastöðu, undirbúa launamiða aftur og senda aftur. Helstu ástæður höfnunar eru:
Mínusgildi í lífeyrissjóðareit stafar iðulega af því að starfsmaður skiptir um lífeyrissjóð og afturvirk leiðrétting nær aftur á síðasta ár. Þannig kemur mínus gildi á eldri sjóðinn. |
| Í bankaLaunamiðar fyrir heimabanka eru skrifaðir niður á drif að vali notandans |
| Á starfsmannavefHægt er að birta launamiða á starfsmannavef. Kveikja þarf sérstaklega á þeirri virkni í vefgildi og bæta inn línu í hlutverkið fyrir starfsmannavefinn. Hægt er að senda beiðni á service@origo.is til að óska eftir að virkja þessa birtingu. |