Endurreikna stöðugildi
Aðgerð til að endurreikna stöðugildi er aðgengileg í launaskráningu starfsmanns.
Smellt er á tannhjólið og endurreikna stöðugildi valið.
Þá kemur upp valskjár með númer valinnar útborgunar og nafn þess starfsmanns sem valinn er.
Ef endurreikna á stöðugildi fyrir alla starfsmenn í valinni útborgun er nafnið tekið út og skrifað allir í staðinn, þá er framkvæmdur endurreikningur á alla.
Það sama gildir ef endurreikna á stöðugildi fyrir allar útborganir starfsmanns, þá er númer útborgunar tekið út farið í plúsinn og valdar útborganir til og frá. Þannig eru stöðugildin endurreiknuð í nokkrum skömmtum, ef .t.d. á að endurreikna heilt ár eða meira. Síðan er aðgerð framkvæmd.
Ef geyma á útreikning þarf að setja hak í Geyma niðurstöðu - Ef endurreikna á stöðugildi fyrir alla í útborguninni þarf að skrá inn allir í stað númer launamanns - Ef endurreikna á fyrir fleiri útborganir er farið í plúsinn í útb.vísir og valið frá/til og endurreiknað í skömmtum.