Enduropna útborgun
Ef enduropna þarf lokaða útborgun, þarf að gæta ítrustu varkárni.
Áður en útborgun er opnuð borgar sig að taka út nokkra afstemmingarlista og geyma til samanburðar við niðurstöður eftir opnun.
Þegar útborgun er lokað eru eftirfarandi svæði uppfærð, og þau þarf að skoða sérstaklega vel. Keyrið upp lista fyrir þessa þætti per starfsmann og berið saman við stöðuna eftir enduropnun útborgunar.
- Persónuafsláttur starfsmanna,
- dagsetning í síðast notað uppfærð
- upphæð í ónýttur afsláttur uppfærð - ATH! Þetta svæði færist ekki í upprunalegt horf!
- Þrepaskattur starfsmanna
- Gjöld starfsmanna
- Áramótastaða starfsmanna
Aðgerðin að enduropna útborgun er keyrð með eftirfarandi skipun í skipanasvæði neðst á skjánum. Athugið að rétt útborgun sé valin í Kjarna.
PayReOpen.Action
Valskjár skoðaður vel og athugað að um rétta útborgun sé að ræða, áður en smellt er á Enduropna.