Hækka launatöflu



Hækka launatöflu

Hækka launatöflu

 

Hækkanir á launatöflu eru framkvæmdar í launatöflu listanum undir Kjarni – Laun. Til að hækka töflu er viðeigandi tafla valin í listanum vinstra

megin í kerfinu. Þegar búið er að velja þann samning sem á að hækka er smellt á iconið „Aðgerðarhjól" sem er lengst til hægri í tækjastikunni.

Einnig er hægt að hægrismella á launatöfluna og velja þar „Hækka launatöflu"


Athugið að ef á að hækka launatöflu sem á að taka gildi á sama tíma t.d. vegna áætlunar þarf að setja inn annan gildisdag þegar tafla er

hækkuð, fara svo í nýju töfluna og breyta gildir frá dagsetningu og tegund.


Ef hækka á seinna svona töflu sem hefur sama gildistíma tvisvar, þarf einnig að breyta Gildir frá á annarri töflunni t.d. í 02.10.2021, 

áður en farið í aðgerðina að hækka,   hækka svo töfluna og breyta svo gildistíma til baka í 01.10.2021 í þessu dæmi.



 

Í glugganum sem opnast eru upplýsingar um þá töflu sem á að hækka efst. 


Í neðri hluta gluggans eru slegnar inn upplýsingar um gildistíma hækkunar, hvort um sé að ræða hlutfallshækkun eða krónutöluhækkun.

Einnig er hægt að skrá inn ef tafla á að hækka að lágmarki um ákveðna krónutölu og eins ef hámark er á hækkun. 

Td. gæti launatafla átt að hækka um 6,75% en þó að hámarki um 66.000 kr. Þá er tegundin “Hlutfalshækkun” valin og prósentan sett í

svæðið “Hlutfallshækkun” og hámars upphæðin sett í svæðið “Hámark”.

Þegar launatafla er hækkuð flyst óbreytt allt sem skráð var í hlutfall og fasta í eldri töflu. 


Ef að launatafla er leiðrétt aftur í tímann getur kerfið á einfaldan máta endurreiknað laun í greiddum útborgunum. 

Sjá nánar í Leiðrétta laun afturvirkt.