Réttindi starfsmanna í fæðingarorlofi
Forsendur fyrir því að starfsmenn vinni sér inn réttindi í Kjarna er að þeir fái greidd laun.
Ein eining af mánaðarlaunum gefur starfsmanni réttindi til :
- orlofstöku
- tímafjöldi fer eftir orlofsprósentu starfsmanns og vinnuskyldu á dag.
- greiðslu orlofs uppbótar, 1/12 af upphæð uppbótar.
- greislu desemberuppbótar, 1/12 af upphæð uppbótar.
Hlutfölluð mánaðarlaun gefa hlutfölluð réttindi.
Fyrir kemur að starfsmenn eiga að vinna sér inn réttindi í launlausri fjarveru.
Í þeim tilfellum þurfum við að skrá safnfærslu inn í launaútborgun. Við notum safnfærslu launalið til þessa.
- 8000 Réttindasöfnun
- Þessi liður er notaður til að safna réttindum til greiðslu á orlofs- og desember uppbótum.
- Þessi liður er líka notaður til að safna orlofstímum en þá þarf að skrá á hann reikni 200 í flipanum reikningur.
- Þessi liður er skráður í fasta liði starfsmanns á það tímabil sem við á.
- Skráð eining er í samræmi við starfshlutfall starfsmanns, ef 100% þá 1 eining, ef 50% þá 0,5 einingar osfrv.
- Ef starfsmaður er launalaus hluta úr mánuði, en á samt að safna fullum réttindum er þessi liður handskráður í útborgun á það hlutfall sem vantar uppá rétt starfshlutfall.
- Þessi liður gefur einungis þessi réttindi ef hann er með í launaútborgun og vistaður í áramótastöðu starfsmanns.
- Ef starfsmaður á að ávinna sér starfsladur í launalausri fjarveru þá þarf að setja reikni 700 á launaliðinn undir flipanum reikningur.