Hæfni

Þekking og fræðsla
Undir þekking og fræðsla eru vistaðar upplýsingar um menntun, hæfni, réttindi og þau námskeið sem starfsmaður hefur sótt á vegum fyrirtækisins. Hægt er að handslá gögnin inn en upplýsingar um menntun, hæfni og réttindi geta einnig komið úr ráðningarkerfinu hafi starfsmaður verið ráðinn í gegnum auglýsingu þar sem spurt var um þessa þætti. 
Í hverju spjaldi eru fellilistar. Með kerfinu koma grunnlistar en viðskiptavinir geta sjálfir uppfært sína lista og bætt við í grunngögnum fyrirtækis.

Hægt er að skrá inn alla þá hæfni sem starfsmaður hefur og nýtist í starfi hjá fyrirtækinu. Tegund hæfni getur verið margvísleg, t.d. tungumálakunnátta, hæfni í einstaka tölvukerfum og fleira. Kunnáttan getur einnig verið misjöfn eftir tegund hæfni. Listarnir á bakvið valmöguleikana í fellilistunum má finna í grunngögnum fyrirtækisins.

Til að stofna nýja færslu í spjaldi er smellt á græna plúsinn. Sjá nánar hér.