Starfsaldur

Tvenns konar starfsaldur er í Kjarna, annars vegar starfsaldur útfrá upplýsingum úr spjaldinu Tenging innan fyrirtækis og hinsvegar útfrá greiddum stöðugildum.

Reiknaður starfsaldur

 

Reiknaður starfsaldur

 

Starfsaldur út frá spjaldinu Tenging innan fyrirtækis

 

image-20240109-150304.png

 

Kjarni reiknar starfsaldur starfsmanna hjá viðkomandi fyrirtæki út frá gildum færslum í spjaldinu Tenging innan fyrirtækis. Kerfið reiknar það tímabil sem viðkomandi starfsmaður er með skráða færslu sem merkt er með annarri ráðningarmerkingu en Hættur eða í leyfi.

Starfsaldur útfrá greiddum stöðugildum

 

image-20240109-153059.png

 

Hægt er að reikna starfsaldur útfrá greiddum stöðugildum. Allir þeir sem eru með starfsmenn í fleiri en einu starfi ættu að nota frekar þann útreikning til að fá starfsaldurinn réttan.

Einnig er þessi tegund útreikings starfsaldurs hentug þar sem mikið er um að starfsmenn vinni óreglulega og detta inn og út af launaskrá án þess að spjöldum sé lokað á milli.

Til þess að nota þennan útreikning þarf að setja inn skipun í "Gildi" og yfirfara launaliði og reiknireglur.

Ráðgjafar Origo aðstoða við þær stillingar og best er að senda beiðni um það á service@origo.is

 

Hægt er að skilgreina lágmark svo „Reiknaður starfsaldur“ reiknast aðeins ef greidd stöðugildi fara yfir ákveðið lágmark fyrir fyrir viðkomandi mánuð (bókunarmánuð).

ATH. eins og staðan er í dag þá er aðeins hægt að velja lágmark fyrir fyrirtæki.

Ef skilgreina á lágmark er það gert undir stofnskrár - fyrirtæki.

 

Eftir að réttar stillingar hafa verið settar inn mun ráðgjafi aðstoða við að keyra inn skipanir til að framkvæma nýja útreikningin útfrá stöðugildum starfsmanna.

Þann útreikning er svo hægt að stemma af ýmist með "Fyrirtækjalista", "Dálkalista" eða Hraðlista".

 

 

Metinn starfsaldur

 

Metinn starfsaldur

 

Í þeim tilvikum þar sem starfsmaður á að fá metinn starfsaldur hjá öðrum vinnuveitanda eða ef starfsmaður sem er ráðinn hefur starfað hjá fyrirtækinu áður (fyrir þann tíma sem Kjarni var tekinn í notkun) er hægt að skrá þær upplýsingar í þetta spjald og sá tími bætist þá við reiknaðan starfsaldur í Kjarna. Einnig er hægt að skrá í þetta spjald starfsaldur sem á að dragast frá heildarstarfsaldri starfsmanns.

 

Til að stofna nýja færslu í spjaldi eru notaðir viðeigandi aðgerðarhnappar í tækjastiku. Sjá nánar hér. 

Endurreikna/endursækja starfsaldur

 

Endurreikna/endursækja starfsaldur

 

Hægt er að keyra aðgerð til að endurreikna starfsaldursviðmið. Þetta gæti t.d. þurft að gera ef stofnuð er ný starfsaldurstegund eða eldri tegund breytt eftir innlestur.

Aðgerðin er framkvæmd í flipanum Aðgerðir í kaflanum Starfsmenn. Þar er valin aðgerðin Endurreikna starfsaldursviðmið. Valskjár býður uppá að endurreikna fyrir einn starfsmann eða alla starfsmenn.

Hægt er að endursækja starfsaldursviðmið ofl. með því að tvísmella í svæðið "Starfsaldur almennur og til launa" í starfsmannaspjaldi ef búið er að setja inn stillingar til útreiknings útfrá stöðugildum þá tekur endurreikningurinn mið af því.

Einnig er þar hægt að fara í endurreikning og sækja starfsaldurslista.

Undir skýrslur er listinn "Starfsaldur" og sýnir hann starfsaldursviðmið fyrir starfsaldur og starfsaldur til launa.  Þessi skýrsla virkar bæði fyrir eldri starfsaldursútfærslu og þá nýju sem reiknar starfsaldur út frá reiknuðum stöðugildum.

 

Fagaldur

 

Fagaldur

 

Hægt er að halda utan um fagaldur starfsmanna í Kjarna

Byrja þarf að að stofna "Tegund starfsaldurs", sjá nánar hér:Tegundir starfsaldurs

Mælt er með því að stofnaðar séu tegundir fyrir hvert stéttarfélag til aðgreiningar ef starfsmenn eru að ávinna sér

fagaldur fyrir fleiri en einn samning.

Til þess að stilla fagaldur á launatöflu þarf að halda niðir Ctrl og smella á ... (Þrjá punkta) fyrir aftan samningsnúmer.

þá opnast nýr gluggi þar sem fagaldurinn er skráður.

 

Ef Fagaldur er skráður á samninginn þá verður tegundin greinileg fyrir aftan nafn samningsins.

Þegar búið er að skrá fagaldurinn á launatöflu mun hann reiknast hjá starfsmanni frá þeim tíma sem hann er skráður á viðkomandi samning í grunnlaunaspjaldi.

Einnig er hægt að skrá meðfluttan fagaldur í starfslaldursspjöld starfsmanna

 

Hægt er að taka út skýrslu undir mannauður sem heitir Stöðugildi, starfsaldur og fagaldur.

 

Þessi skýrsla sýnir samtals stöðugildi, starfsaldur og fagaldur.

Hægt er að draga niður Tegund starfaldurs til að sjá hvað er reiknað og hvað er skráð.



Starfsaldur vegna veikinda

 

Starfsaldur vegna veikinda

 

 

 

Mörg fyrirtæki á opinberum markaði þurfa að halda utan um starfsladur vegna veikinda þar sem starfsmenn mega flytja veikindaréttinn á milli vinnuveitenda.

Þetta er alltaf aðfluttur réttur og fyrir þá sem þurfa að nota svona virkni þá þarf að stofna nýja tegund starfsaldurs undir Stofnskrár - Starfsaldur - tegundir.

Nýja tegundinn verður að vera merkt sem “Skráður starfsaldur vegna veikinda” undir starfsaldurstegund þegar hún er stofnuð.

Síðan er þessi meðflutti starfsaldur vegna veikinda skráður í starfsaldursspjöld þeirra starfsmanna sem um ræðir. Þessi viðbótar starfsaldur leggst við starfsladur starfsmanns og kemur fram í starfsaldursskýrslu sem Starfsaldur til veikinda.

 

 

Undir Skýrslur er að finna skýrsluna Starfsaldur og þar er hægt að fara yfir haða starfsmenn eru með skráðan meðfluttan starfsaldur vegna veikinda og einnig hægt að sjá hver heildar starfsaldur til veikninda er hjá þeim.