Listar

Hægt er að setja inn skilyrðingar í valskjá ef verið er að skoða lista út frá t.d. ákveðnum tímabilum eða ákveðnum skipulagseiningum o.s.frv. Valskjárinn er fenginn upp með því að smella á Fríska hnappinn í tækjastiku.

Hér má sjá video af helstu aðgerðum í listum í mannauðshluta Kjarna.

 

Fjöldi starfsmanna út frá dagsetningu

 

Ef það á að skoða fjölda starfsmanna á ákveðinni dagsetningu þá er best að keyra upp listann Mannauður > Tenging innan fyrirtækis, fá upp valskjáinn, velja Tímabil og setja viðkomandi dagsetningu bæði í svæðin Gildir frá og Gildir til.

Í þessu dæmi er verið að skoða fjölda starfsmanna 1.janúar 2021.

 

 

 

Einnig er hægt að fara aðra leið, þá er valið Allt í valskjánum og smellt á Sækja.

  • Í listanum er svo farið í Gildir frá og valið Er minna enn eða jafnt og og dagsetningin sett inn þar.

  • Í listanum er svo farið í Gildir Til og valið Er stærra enn eða jafnt og og dagsetningin sett inn þar.

 

 

 

Þriðji möguleikinn er að gera þetta í gegnum starfsmannaveltuskýrsluna, undir

Skýrslur > Starfsmannavelta

 

 

 

Dæmi um hvernig kallaður er fram listi yfir alla hætta starfsmenn:  

Þá er farið í listann Mannauður > Tenging innan fyrirtækis, valskjárinn kallaður fram og þar valið Allt og svo Ráðningarmerkinguna Hættur

 

 

 

 

Í listanum er svo hægt að sía á dagsetningar til að fá upp ákveðin tímabil. 

Hér er dæmi um hvernig fenginn er fram listi yfir þá starfsmenn sem hættu á árinu 2023 og eru ennþá hættir (þ.e. hafa ekki komið aftur til starfa á tímabilinu)