Tegundir starfsaldurs

Hægt er að stofna mismunandi tegundir starfsaldurs sem reiknast til viðbótar við þann starfsaldur sem Kjarni reiknar út m.v. virkan vinnutíma starfsmanns eða til frádráttar frá þeim starfsaldri.

Tegundir starfsaldurs eru stofnaðar undir Kjarni > Stofnskrár > Starfsaldur - Tegundir

Heiti tegundarinnar er skráð, valin er Starfsaldurstegund = Skráður starfsaldur og svo hakað við hvort tegundin eigi að reiknast sem viðbót við Starfsaldur og/eða Starfsaldur launa. Ef tegundin á að dragast frá starfsaldri eða starfsaldri launa þá er hakað við það sem á við og svo til viðbótar hakað við Reiknast til frádráttar starfsaldri.

Er hakað í Reiknast til frádráttar starfsaldri?

Ef hakað er í Reiknast til frádráttar starfsaldri, þá má ekki skrá ár/mán/dag með mínus tákni, þar sem færslan verður sjálfkrafa mínusfærsla við þetta hak.


Þessar viðbótar-/frádráttar tegundir starfsaldurs eru svo skráðar á starfsmann í spjaldinu Starfsaldur.


Eftirfarandi starfsaldurstegundir koma með kerfinu:


Ef verið er að vinna með fagaldur hjá starfsmönnum þarf að stofna sérstaklega tegund fyrir hann.

Mælt er með að stofna starfsaldurstegund fyrir hvert stéttarfélag fyrir sig þar sem tegundin er svo stillt á launatöflur.

Skýrast er þá að láta vísi tegundar starfsaldurs vera númer stéttarfélgsins sem fagaldurinn á að reiknast útfrá.


Sjá nánar hér: Starfsaldur