Námskeið

Þekking og fræðsla
Undir þekking og fræðsla eru vistaðar upplýsingar um menntun, hæfni, réttindi og þau námskeið sem starfsmaður hefur sótt á vegum fyrirtækisins. Hægt er að handslá gögnin inn en upplýsingar um menntun, hæfni og réttindi geta einnig komið úr ráðningarkerfinu hafi starfsmaður verið ráðinn í gegnum auglýsingu þar sem spurt var um þessa þætti. 
Í hverju spjaldi eru fellilistar. Með kerfinu koma grunnlistar en viðskiptavinir geta sjálfir uppfært sína lista og bætt við í grunngögnum fyrirtækis.

Í námskeiðsspjaldinu eru skráð þau námskeið sem starfsmaður hefur sótt á vegum fyrirtækisins eða meðan hann var í starfi. Það er bæði hægt að handslá upplýsingar um einstaka námskeið í spjöld starfsmanna en einnig er hægt að flytja upplýsingarnar úr fræðsluhluta kerfisins. Hafi starfsmaður verið skráður á námskeiðið í gegnum fræðslukerfið færast allar upplýsingar um námskeiðið yfir í námskeiðsspjald starfsmanns þegar því er lokað í fræðslukerfinu.

Til að stofna nýja færslu í spjaldi eru notaðir viðeigandi aðgerðarhnappar í tækjastiku. Sjá nánar hér.