Samskipti

Í spjaldið samskipti er hægt að skrá upplýsingar um samtöl og önnur samskipti sem eiga sér stað milli yfirmanna/mannauðsdeildar og starfsmanna. Hægt sé að nýta þetta spjald t.d. fyrir launasamtöl, veikindasamtöl, áminningar v/brota í starfi o.fl. Viðskiptavinir geta stofnað eins marga flokka og þeir vilja og í hverju samskiptaspjaldi geta verið margar færslur.

Spjaldið er aðgengilegt í starfsmannatré

 

 

Listi fyrir spjaldið er aðgengilegur undir Kjarni > Mannauður > Samskipti

Ath. Svo hægt sé að vista færslur í spjaldið Samskipti þarf að vera búið að setja upp Tegundir samskipta.

Tegundir samskipta eru stofnaðar undir Stofnskrár > Samskipti - Tegundir.

Á Kjarnavef er hægt að birta spjaldið/flísina Samskipti í Teymið mitt ef yfirmenn eiga að hafa aðgang að þessu spjaldi. Yfirmenn geta þá einnig skráð færslur í þetta spjald frá þessu sjónarhorni.

 

Hægt er að láta sendast sjálfvirkar áminningar út frá skráningum í þetta spjald niður á tegundir samskipta. Sjá nánar um áminningar hér.