Tenging innan fyrirtækis

Í þetta spjald eru skráðar upplýsingar sem tengjast stöðu viðkomandi starfsmanns ásamt ráðningarmerkingu hans. Þessar upplýsingar tengjast launamannanúmeri starfsmanns, þannig ef starfsmaður sem gegnir tveimur stöðum hjá fyrirtæki með sitthvort launamannanúmerið er hann með eitt spjald fyrir hvort launamannanúmer. 

Athugið að við starfslok þá er nýjasta færsla starfsmanns afrituð og upplýsingar uppfærðar - Ráðningarmerking uppfærð í Hættur og dagsetningin í Gildir frá sett daginn eftir seinasta starfsdag.

Færslur í spjaldinu eiga ekki að skarast heldur tekur hver færsla við af annarri og það þarf alltaf að vera færsla í gildi fyrir þetta spjald, hvort sem starfsmaður er í starfi eða hættur (nýjasta færslan á alltaf að vera með Gildir til dagsetninguna 31.12.9999).

Ef upp kemur að dagsetningar skarast þá er einfaldasta leiðin til að losna við aukafærsluna sú að breyta dagsetningum hennar í dagsetningu langt fram í tímann, t.d. 1.1.1900-31.12.1900, vista breytinguna og eyða færslunni svo. 

  1. Upplýsingar um ráðningarstöðu eru notaðar við skýrslugerð auk þess sem að ráðningarmerking hefur áhrif á starfsaldursútreikning. Allar ráðningarmerkingar fyrir utan Hættur og Í leyfi teljast til heildarstarfsaldurs starfsmanns. Því til viðbótar telst allur skráður starfsaldur til heildarstarfsaldurs starfsmanns. Útreiknuð starfsaldursdagsetning birtist í spjaldinu Starfsmaður. Þegar valin er ráðningarmerking þá opnast fyrir fellilistann um ástæður ráðningarmerkinga. Til þess að fá ástæður ráðningarmerkinga til þess að birtast í fellilistanum þarf að byrja á því að setja þær upp undir Stofnskrár > Ástæður ráðningarmerkingar.  Ástæður ráðningarmerkingar hafa aðeins upplýsingalegt gildi sem hægt er að nota við skýrslugerð.

  2. Á miðju spjaldinu er hægt að velja um þrjá dálka, Skipurit, Umsjónarmenn, Kjararannsókn og Verðhólf.

  3. Þau fyrirtæki sem eru með tengingu milli Kjarna og tímaskráningarkerfis setja hak í þetta box ef flytja á starfsmann yfir í tímaskráningarkerfið. Ef ekki er stilling í Stillingar > Gildi fyrir tímaskráningarkerfi birtist þetta svæði ekki í spjaldinu.

  4. Staðsetning erfist af skipulagseiningu starfsmanns en hana er hægt að yfirskrifa í spjaldinu ef við á. Svæði og undirsvæði eru auka dálkar sem má nota fyrir ýmsa skráningu vegna skýrslugerðar.
Starfsferill starfsmanns í fyrirtækinu

Hér birtist yfirlit yfir starfsferil starfsmanns innan fyrirtækisins. 

Eingöngu ein færsla getur verið í gildi á hverjum tíma og þarf nýjasta færslan í spjaldinu alltaf að vera með dagsetninguna 31.12.9999 í Gildir til. Þegar afrituð er ný færsla fyrir þetta spjald kemur sjálfkrafa endadagsetning á fyrri færslu. Endadagsetningin sem kemur á þá færslu er dagurinn á undan upphafsdagsetningu nýjustu færslunnar. Endadagsetningin uppfærist þegar valið er Vista eða Fríska.



Skipurit

Í flipanum Skipurit eru upplýsingar um þá stöðu og starf sem tengd er á starfsmann. Til að tengja stöðu á stafsmann er smellt á Velja stöðu og staðan valin úr lista yfir allar stöður í fyrirtækinu. Áður en farið er að tengja stöðu á starfsmann þarf að tryggja að hún sé til í kerfinu. Sjá nánar um það í umfjölluninni um stofnun stöðu og starfs. 

Einnig er hægt að sjá þá starfslýsingu sem tengd er á stöðuna sem starfsmaðurinn er tengdur á með því að velja Skoða starfslýsingu.

Umsjónarmenn

Í flipanum Umsjónarmenn eru upplýsingar um yfirmann, starfsmannafulltrúa, launafulltrúa, tímastjóra, samþykkjanda launa og framkvæmdaaðila frammistöðumats.

Þessar upplýsingar erfast af skipulagseiningunni sem starfsmaðurinn er tengdur á í gegnum stöðuna sem hann gegnir innan fyrirtækisins. Hægt er að yfirskrifa þessar upplýsingar hér ef viðkomandi starfsmaður á ekki að fylgja sömu skilgreiningu og aðrir sem eru á sömu stöðu..

Kjararannsókn

Ef búið er að setja upplýsingar um kjararannsókn á það starf sem staða starfsmanns tillheyrir birtast þær hér. Ef fyrirtæki eru ekki að nota störf þá eru þessar upplýsingar handslegnar hér inn. Sömuleiðis ef að viðkomandi starfsmaður á ekki að fylgja sömu skilgreiningu og aðrir í sama starfi er hægt að yfirskrifa kjararannsóknarskráninguna hér. Upplýsingar um atvinnugreinaflokkun er hægt að skrá á fyrirtækið sjálft í stofngögnum fyrirtækis og erfist sú flokkun þá niður á alla starfsmenn fyrirtækis.

Upplýsingarnar sem skráðar eru hér eru notaðar í Kjararannsóknarskýrslu sem send er til Hagstofunnar að lokinni útborgun

Verðhólf

Flipinn Verðhólf er notaður til að halda utan um upphæðir vegna útseldrar vinnu. Verðhólfin sjálf eru stofnuð í hliðarvali Kjarna undir Stofnskrár > Verðhólf og númer verðhólfs sótt í þrjá punkta og fest á launamann í tengingum innan fyrirtækis.

Svæðið er hægt að draga inn í listann Tenging innan fyrirtækis þegar hann er sóttur í hliðarvalmynd undir Mannauður > Tengingar innan fyrirtækis

Athugið að Verðhólf hefur enga tengingu við samning starfsmanns eða launataxta hans.

Flokkun

Svæðið Flokkun er hægt að nota til aðgreiningar á einstaklinga. Þ.e. ef aðgreina þarf nokkra starfsmenn frá hópi starfsmanna sem gegna sömu stöðu þá er hægt að setja inn flokkun í spjaldið Tenging innan fyrirtækis.


Ef nota á Flokkun þarf að byrja á því að setja upp flokkunina undir Stofnskrár > Flokkun. Smellt er á græna plúsinn til að stofna nýja flokkun, ath. að kerfið kemur ekki með hlaupandi númer þannig að það þarf að slá inn númer í svæðið Flokkun nr.


Hægt er að breyta heitinu á svæðinu Flokkun en þá þarf að setja inn stillingu. Kjósi viðskiptavinir að nýta sér þetta þarf að senda inn beiðni á service@origo.is þess efnis.


Eftir að búið er að stofna flokkunina þá er farið í svæðið Flokkun í TIF spjaldinu, smellt á punktana þrjá og flokkunin sótt inn á spjaldið.