Stofna stöðu

Stofna stöðu

Þegar nýr starfsmaður er stofnaður í Kjarna þarf að tryggja að staðan sem starfsmaður á að gegna sé til í kerfinu og það starf sem staðan tilheyrir (ef störf eru notuð).

Allir starfsmenn í Kjarna eru settir í ákveðnar stöður sem segir til um starfsheiti þeirra. Hver staða tilheyrir ákveðinni skipulagseiningu. Í sumum tilvikum eru aðeins einn starfsmaður á stöðu (dæmi: Framkvæmdastjóri fjármálasviðs) en í öðrum tilvikum geta verið margir starfsmenn á stöðu (dæmi: gjaldkeri á fjármálasviðið). 

Stöður eru stofnaðar og þeim viðhaldið undir stofnskrár, eins og öðrum grunngögnum í kerfinu. 

Stofna stöðu

Þegar ný staða er stofnuð er farið í Stofnskrár > Stöður og þar smellt á græna plúsinn. Byrjað er á því að velja inn rétta skipulagseiningu með því að smella á punktana þrjá og nafn stöðu svo slegið inn. Kerfið úthlutar númeri stöðunnar sjálfkrafa þegar smellt er á Vista og loka.

image-20250512-134304.png

Hægt er að skrá inn viðbótarupplýsingar á stöðuna.

Óvirk

Ef staða er ekki lengur í notkun er hakað í Óvirk

Annað stöðuheiti

Hér er hægt að skrá annað heiti á stöðunni. Þetta svæði er oft notað fyrir heiti stöðunnar á ensku.

Stjórnandi

Hér er hægt að velja hvort viðkomandi staða sé með mannaforráð eða án mannaforráðs ef um stjórnendastöðu er að ræða.

Starf nr.

Hér er hægt að tengja starf á stöðuna. Starf er hægt að stofna undir Stofnskrár > Starf

Starfaflokkur nr.

Hér er hægt að velja inn starfaflokkun. Sjá nánar hér neðar undir Starfaflokkun.

Kostnaðarstöð

Ef staðan á að vera með aðra kostnaðarstöð en er á skipulagseiningunni sem staðan tilheyrir er hægt að yfirskrifa kostnaðarstöðina hér.

Bókhaldslykill

Hér er hægt að velja inn bókhaldslykil ef hann á að vera annar en er á skipulagseiningunni

Stigatala úr starfsmati

 

Logib heildarstig

 

Viðmið heildarstig

 

Flokkun stöðu

Hér er hægt að velja flokkun stöðun. Flokkun stöðu er hægt að stofna undir Stofnskrár > Flokkun stöðu

Starfslýsing

Sjá hér neðar undir Tengja starfslýsingu á stöðu.

Einnig er hægt að stofna stöðu beint úr spjaldinu Tenging innan fyrirtækis. Þetta getur verið hentugt þegar verið er að ráða starfsmann í stöðu sem ekki er þegar til í fyrirtækinu. Þegar smellt er á velja stöðu í spjaldinu birtist listi yfir allar stöður í fyrirtækinu. Úr þeim lista er hægt að stofna nýja stöðu

. Til að fá stöðuna til að birtast í listanum þegar hún hefur verið stofnuð þarf að smella á fríska hnappinn
.  

Hægt er að skrá Lífeyrissjóð, stéttarfélag og samning á stöðuna í viðeigandi flipum. Ef þessar upplýsingar eru skráðar á stöðuna þá er listinn fyrir t.d. lífeyrissjóð takmarkaður í lífeyrissjóðspjaldinu út frá þeirri stöðu sem starfsmaðurinn er á.

Starfaflokkun

Upplýsingar um starfaflokkun Hagstofunar erfast frá því starfi sem valið er inn á stöðuna, ef störf eru notuð. Starfaflokkun er einnig hægt að skrá beint á stöður, ef störf eru ekki notuð, auk þess sem yfirskrifa má á stöðu þá starfaflokkun sem erfist frá því starfi sem tengt er á stöðu. 

image-20250512-135148.png

 

Stofngögn fyrir kjarakannanir og jafnlaunavottun eru skráð á stöðurnar. Sjá nánar hér

 

Tengja starfslýsingu á stöðu

Hægt er að tengja starfslýsingar á stöður. Smellt er á ... hnappinn til þess að finna skjalið sem tengja á við stöðuna, stækkunarglerið til þess að skoða starfslýsinguna sem tengd hefur verið við stöðuna og x hnappinn til þess að eyða skjalinu út af stöðunni. 


 

Þegar starfslýsing hefur verið tengd á stöðu er hak í dálkinum Starfslýsing á viðkomandi stöðu í listanum yfir stöður. Þar er því einfalt að sía á allar stöður sem vantar að tengja starfslýsingu á. 

Skipulagsbreytingar

Ef uppfæra þarf skipulagseiningu á stöðunni þá er hægt að breyta stöðunni og uppfæra númer skipulagseiningar á stöðunni. Er þetta líka hægt að gera ef röng skipulagseining hefur verið skráð á stöðuna. Ef að skipulagsbreytingar eru í gangi og flytja þarf stöður á milli skipulagseininga þá gæti verið betra að stofna nýjar stöður á uppfærðum skipulagseiningum og óvirkja þær stöður sem eru ekki lengur í notkun. Ef staða er uppfærð með nýrri skipulagseiningu (ekki stofnuð ný saga) þá er ekki hægt að sjá upplýsingar um þessar breytingar t.d. í spjaldinu Tenging innan fyrirtækis. Ef stofnuð er ný staða á nýrri skipulagseiningu þarf að flytja starfsmenn yfir á þessar nýju stöður og stofnast þá ný færsla í tenging innan fyrirtækis og því hægt að sjá upplýsingar um þessar skipulagsbreytingar í því spjaldi.