/
Stofna kostnaðarstöð

Stofna kostnaðarstöð

Í upphafi þarf að stofna allar kostnaðarstöðvar fyrirtækisins. Kostnaðarstöðvar eru stofnaðar og þeim viðhaldið undir stofnskrár eins og öðrum grunngögnum í kerfinu.

Þegar kostnaðarstöð er stofnuð þá verður að fylla út í Kostnaðarstöð nafn og Kostnaðarstöð vísir. Ef númer kostnaðarstöðvar er notað við launabókun, þá þarf einnig að fylla út í svæðið Kostnaðarstöð nr. (oft er það haft sama nr. og kostaðarstöð vísir en þarf þó ekki).

  • Í svæðið Kostnaðarstöð vísir er eingöngu hægt að skrá tölustafi. Ekki er hægt að breyta vísisnúmeri eftir að kostnaðarstöð hefur verið vistuð.
  • Í svæðið Kostnaðarstöð nr. er hægt að skrá bæði tölustafi og bókstafi. Hægt er að gera breytingar á þessu svæði eftirá.

Til viðbótar eru svæðin bókhaldslykill og verkefni, en þessi tvö svæði má nota sem auka bókunarvídd fyrir launabókun.

Svæðið Skýring er einungis til upplýsingar.

Related content