6. Kjararannsóknarskýrsla

Skýrslan sem skilað er til Hagstofunnar vegna kjararannsókna er aðgengileg í hliðarvali > Kjarni > Skýrslur.

Staðsetning skýrslu

Upphafsstillingar

Staðsetning skýrslu

Upphafsstillingar

 

 

Upplýsingar um starfaflokkun koma frá Hagstofu Íslands og er hægt að lesa þær skrár inn í Kjarna.

Stillingar eru síðan framkvæmdar af notendum á eftirfarandi stöðum:

Hliðarval > Kjarni > Fyrirtæki. Hér er byrjað á að stilla inn atvinnugreinaflokkun og sveitarfélag.

Hliðarval > Kjarni > Skipulagseiningar. Atvinnugreinaflokkun og sveitarafélag afritast frá fyrirtæki, en ef þurfa þykir er hægt að yfirskrifa færslu.

Hliðarval > Kjarni > Starf. Starfaflokkun er valin inn úr fellivali, einnig númer stöðu og sá menntunarflokkur sem starfið krefst.

Hliðarval > Kjarni > Stöður. Númer starfaflokks afritast niður á stöðuna, en hægt er að yfirskrifa þá flokkun ef þörf er á.

Hliðarval > Starfsmenn > Tengingar innan fyrirtækis. Síðasti hlekkurinn er ávallt starfsmaðurinn sjálfur. Hægt er að yfirskrifa allar 5 flokkanirnar hér ef þörf er á, þ.e. Númer starfaflokkunar, atvinnugreinaflokkunar, stöðu, menntunar eða sveitafélags.



Þegar smellt er á Kjararannsókn birtist valskjár með upplýsingum um fyrirtæki og valda útborgun. 



Ef allar upplýsingar í þessum glugga eru réttar, þ.e. rétt fyrirtæki og rétt útborgun er valið sækja.

 

Ef engar villur eru í skránni, þá kemur upp gluggi með skilaboðum um að skýrslan sé sett í bið. Þeim glugga er lokað og þá kemur skýrslan sjálf á skjáinn til afstemmingar.

Starfsmenn Hagstofu eru sáttir við að fá skýrslu með villum, þeir gera ekki kröfu um að farið sé lengra.


Þeim glugga er lokað og þá kemur skýrslan sjálf á skjáinn til afstemmingar. 

Kennitölur eru brenglaðar til samræmis við það sem sent verður til Hagstofunnar, en hægt er að draga inn nöfn starfsmanna til að átta sig betur á því sem á skjánum er. Það er gert með því að hægrismella í kennitölusvæðið og velja þar Sýna lista yfir svið.


Nafn starfsmanns er dregið inn í skýrsluna við hlið kennitölu. Þetta auðveldar til muna allar afstemmingar. 

Ef skýrslan stenst skoðun er smellt á hnappinn Vista skrá, neðst vinstra megin í skýrslunni.

Kjarni vistar skjalið sem textaskrá og gefur skjalinu nafnið KRN og númer útborgunar, en þessu nafni má breyta um leið og skýrslan er vistuð. 


Þegar textaskráin er opnuð þá má sjá samtölulista neðst í textaskránni, þar sem launagögnin eru dregin saman á launaliði, sambærilegt við fyrirtækjalista





Villur í skýrslu

Ef aftur á móti það koma villur, þá þarf að lagfæra það sem útaf bar og keyra skýrsluna síðan aftur. 
Á myndinni hér til hliðar eru dæmi um villumeldingar, athugið að númer og nafn starfsmanns kemur fram í villumeldingunni, þó svo að það sé ekki sjáanlegt hér. 



Til að leysa villuna Starf fannst ekki, er starfsmaður fundinn og opnað spjaldið Tengingar innan fyrirtækis. Þar er flipi merktur Kjararannsókn. Þær upplýsingar sem hér eru, erfast af starfi viðkomandi. 

  • Ef þessi flipi er tómur, er farið í flipann Skipurit og þar valin inn rétt staða. 

  • Ef rétt staða er nú þegar valin, þá á mögulega eftir að velja á hana starf. Nánari leiðbeiningar um stöðu og störf má finna hér. 

Til að leysa villuna Orlofsmerking fannst ekki opnað spjaldið Orlof hjá viðkomandi starfsmanni þar sem valin er inn reikniregla orlofs og skráður inn réttur orlofsflokkur.