7. Gjaldheimtur í Skila
Mappan Gjaldheimtur inniheldur skilagreinar fyrir Innheimtur.
Gjaldheimtugjöld eru eftirfarandi gjöld:
Gjöld utan staðgreiðslu (opinber gjöld) sem skilað er til Skattsins.
Meðlag sem skilað er til Sýslumannsins á Norðurlandi vestra.
Mögulega gjöld sem skilað er til launagreiðandans sjálfs.
Mögulega gjöld sem skilað er til starfsmannafélags fyrirtækisins,.
Gjaldheimtugjöld eiga það flest sammerkt að þeim er ekki hægt að skila með vefskilum. Þau þarf að skrifa í skrá og senda með tölvupósti.
Ef senda skal gjöld með tölvupósti þá þarf að skilgreina það á gjaldheimtunum sjálfum.
Hægt er að vista inn í Kjarna hvar skrár skuli vistast. Ef það er ekki gert þá man Kjarni síðustu skráningu.
Til að vista niður skráarsvæði er farið í Flipann Stillingar og þar í Gildi.
Skipunin sem skrifuð er í reitinn Nafn er PayFee.DiskPath.
Kódi er notaður til að auðvelda leit, nafnið gæti t.d. verið Skráarslóð.
Gildi er skráarslóð ásamt heiti skrár, t.d. G:\Kjarni\@PayCompanyName\@PayID_gjaldheimta.txt (@PayCompanyName sækir heiti fyrirtækis, PayID sækir númer útborgunar)