5. Send vefskil
Farið í Kjarni>Laun> send vefskil, þar er hægt að skoða vefskil sem hafa verið send og sjá hvert þau fóru, hvenær og með hvaða upplýsingum.
Upp kemur valskjár þar sem hægt er að leita eftir útborgunum, innheimtuaðilum, dagsetningum og tegundum vefskila.
Athugið að númer innheimtuaðila og sjóðs er rafrænt númer stofnunar. Sem dæmi, ef skoða á sendingar til stéttarfélagsins VR sem er númer 511 þá þarf að skrá inn rafræna númerið þeirra 2511 í svæðið Sjóður.
Á skjánum opnast nú nýr flipi - Sendingar vefskila, þar sem hver sending kemur sem ein lína. Til að skoða sendingu nánar er tvísmellt á línuna.
Sendingin opnast í spretti glugga sem skipt er upp í almennar upplýsingar um sendinguna og fjóra flipa þar fyrir neðan.
Í flipanum Svar frá innheimtuaðila má lesa það sem vefþjónustan sendir til baka og þar er helst áhugavert að skoða tegund svars ef skilin fóru ekki eðlilega í gegn og skilaboð þeim tengd.
Allra neðst má sjá bókaða upphæð (upphæð send úr Kjarna) og leiðrétta upphæð, sem er leiðrétting gerð af vefþjónustu viðkomandi sjóðs.Í flipanum XML-svar eru sömu upplýsingar og í fyrsta flipa, en á tæknimáli.
Í flipanum XML-fyrirspurn er nákvæmt yfirlit yfir sendinguna eins og hún fór í Kjarna - en á tæknimáli. Fyrstu línur innihalda upplýsingar um vefþjónustur og þar á eftir kemur kennitala fyrirtækis.
Á eftir fylgja upplýsingar um hvern einasta launamann í sendingu ásamt sundurgreiningu á gjöldum hans. Neðst í þessum flipa eru samtölur sendingarinnar en þær má þekkja á textanum <Summaries>.
Síðasti flipinn Skilyrði eru skilyrði sendingar á tæknimáli.