12. Áætlun með föstu skipuriti
Hægt er að festa skipurit fyrir áætlun í Kjarna þannig að launafærslur í áætlun færist ekki úr stað þegar og ef starfsmenn eru að færast til í störfum eftir að áætlun hefur verið stofnuð. Þeir sem vilja nýta sér þannig virkni geta farið eftir leiðbeiningum hér að neðan. Nokkrum aðgerðum hefur verið bætt við kerfishlutann Áætlun þessu tengt. | |
Festa skipurit fyrir áætlun |
|
Byrja þarf á að framkvæma þessa aðgerð áður en áætlun er stofnuð ef vinna á með fast skipurit. Það sem gerist við þessa aðgerð er að sú skipulagseining, kostnaðarstöð og staða sem starfsmenn eru á færast undir flipann “Áætun fast skipurit” í Tenging innan fyrirtækis og þannig helst starfsmaður á sínum stað í áætlun þó einhver þessara svæða breytist. | |
Breyta föstu skipuriti fyrir áætlun |
|
Ef þörf er á að gera breytingar á skipuriti eftir að áætlun hefur verið stofnuð með föstu skipuriti er hægt að keyra þessa aðgerð. Ef td. þarf að sameina tvær einingar þá er það gert með þessari aðgerð og skila breytingarnar sér í spjaldið Tenging innan fyrirtækist hjá þeim starfsmönnum sem færast til. | |
Uppfæra áætlunarfærslur út frá skipuriti áætlun/virkt |
|
Eftir að aðgerðin hér að ofan hefur verið keyrð þá þarf að keyra þessa aðgerð með hakað í “Nota skipurit í áætlun svo að launafærslurnar uppfærist miðað við breyttar forsendur. Til þess að geta borið launaáætlun saman við launakostnað útfrá kostnaðarstöð ef hún hefur verið fest og skipulagsbreytingar hafa átt sér stað er aðgerðin keyrð með hakað í “Nota virkt skipurit” | |
Aftengja fast skipurit fyrir áætlun |
|
Áður en áætlun næsta árs er stofnuð þarf að keyra þessa aðgerð til þess að aftengja fast skipurit fyrir áætlun sem fest hafði verið árið áður. Þetta þarf að gera til þess að allar breytingar sem gerðar hafa verið á árinu skili sér rétt þegar skipurit fyrir áætlun verður svo fest aftur fyrir nýja áætlun á nýju ári. | |
Mismunur á föstu skipuriti fyrir áætlun og virku skipuriti |
|
Hægt er að keyra þessa skýrslu til þess að sjá hvaða starfsmenn eru komnir með aðrar kostnaðarstöðvar skv. skipuriti en festar eru vegna áætlunar. |