4. Sækja rauntölur í áætlun
Í vissum tilvikum á áætlun næsta árs að byggja á rauntölum fyrri ára. Þetta getur t.a.m. verið gagnlegt þegar vitað er að yfirvinna er alltaf svipuð milli ára og fyrirtæki vilja að áætlun næsta árs á sama fjölda yfirvinnu tíma fyrri árs.
Þá getur einnig verið gagnlegt að nýta rauntölur þegar verið er að áætla laun á starfsmenn sem fá greitt tímakaup, t.d. sumarstarfsmenn eða tímabundið ráðnir starfsmenn.
Til að sækja rauntölur í áætlun er smellt á Sækja rauntölur í áætlunar hringnum. Þá opnast valskjár þar sem þarf að setja inn skilyrði fyrir rauntölur. Ár: Setja þarf inn það ár sem sækja á rauntölur til. Mánuðir: Velja þarf inn þá mánuði sem sækja á rauntölur í. Í dæminu hér fyrir ofan er valið að sækja rauntölur fyrir febrúar, mars og apríl á árinu 2016. Til dagsetning launafærslunar ræður hvaða mánuði færslan tilheyrir, þannig mun yfirvinna með tímabilinu 15.febrúar til 14.mars koma inn sem rauntölur fyrir mars í áætlun. Launamaður: Ef sækja á rauntölur aðeins fyrir ákveðna starfsmenn eru viðeigandi starfsmenn valdir inn í þennan reit. Launaliður: Hér eru valdir inn þeir launaliðir sem sækja á rauntölur fyrir. Í dæminu hér fyrir ofan er valið að sækja rauntölur fyrir launaliðinn 1600, Yfirvinna. Athugið að þeir launaliðir sem notaðir skulu til að sækja rauntölur, verða að vera stilltir inn í upphafsmynd (Miðja hrings - Áætlun). Launatafla: Þetta val er óvirkt, ekki er tekið tillit til þess ef skráður er einn eða fleiri samningar hér inn, allir samningar eru skoðaðir þrátt fyrir það. Skipulagseining: Ef sækja á rauntölur aðeins fyrir starfsmenn ákveðinna skipulagseininga eru þær valdar inn hér. Tegund ráðningar: Ef sækja á rauntölur aðeins fyrir starfsmenn með ákveðna tegund ráðningar eru þær valdar inn hér. AðgerðFærsluskrá: Segir til um hvort að færslurnar séu launafærslur, hvort þær komi úr áætlun eða skuldbindingu. Meginreglan er að um launafærslur sé að ræða. Niðurstaða: Segir til um hvert niðurstaðan skuli skráð. Í öllum tilvikum er niðurstaðan skráð í Áætlun. Tegund: Tegund segir til hvort um sé að ræða einingu, tíma eða samtölu. Í dæminu hér fyrir ofan er verið að sækja þær einingar sem skráðar hafa verið á launaliðinn 1600 (Yfirvinna). Stuðlar: Hægt er að breyta stillingum á stuðlum rauntalna. Kerfið gengur út frá því að stuðlarnir séu 1 x sami fjöldi og árið áður. Dæmi: Ef að yfirvinnan í mars árið áður voru 25 tímar setur hún 25 tíma í yfirvinnu á áætlunar árið. Í vissum tilvikum getur verið að forsendurnar eigi ekki að vera nákvæmlega eins og árið áður. Með því að smella á Stilla stuðla er hægt að setja inn aðrar forsendur áður en rauntölur eru sóttar. Ef sækja á rauntölur frá einum mánuði og flytja þær inn í alla mánuði áætlunar þarf að skilgreina stuðlana svona: Númer þess mánaðar sem flytja á í alla mánuði áætlunaer þá skárð líkt og á myndinni hér að ofan. |