5. Setja inn fasta

Í vissum tilvikum getur verið nauðsynlegt að handsetja inn fasta í áætlun, sérstaklega þegar launaliðir eru óreglulegir og ekki hluti af föstum launaliðum launamanns. 

 

Til að setja inn fasta í áætlun er smellt á Setja inn fasta í áætlunarhringnum. Þá opnast meðfylgjandi valskjár þar sem setja þarf inn forsendur og stillingar. Í valskjárinn eru forskráðar upplýsingar um áætlun.

Mánuðir: Hér eru valdir þeir mánuðir sem fastinn á að reiknast á. Sett er inn númer þeirra mánaða. Dæmi: Ef að fasti á að fara á september og okótber þá eru slegin inn gildin 9,10 (með kommu á milli) í gluggann mánuðir.

Sett á launalið: Valinn er sá launaliður sem fastinn á að fara á. Í dæminu hér fyrir ofan er valið að setja inn fasta á launaliðinn 1500 (dagvinna).

Eining/Upphæð: Settar eru inn einingar eða upphæð. Ef valið er upphæð þarf að setja 1 í eining.

Hægt er að setja inn frekari stillingar á fstana undir hnappnum "stilla fasta"

 

Í dæminu hér til hliðar má sjá að allir mánuðir eiga að vera alveg eins að Október undanskildnum en þá á að bæta 10 einingum við þær einingar sem valdar voru inn í valskjánum.

 

Undir skilyrði er hægt að velja inn ákveðna launamenn, ákveðna launatöflu, skipulagseiningar eða tegund ráðningar.

Aðgerð:

Ef búið er að sækja fasta áður þarf að setja hakið í "Eyða færslum fyrir" svo eldri færslur á sama launalið eyðist út fyrir sama mánuð.

Ef eyða á út færslum sem var búið að setja inn en ekki setja neina nýja í staðinn er hægt að hafa hakað í "Eyða færslum fyrir" en taka hakið út í "Geyma fæslur".