7. Innlestur í áætlun
Hægt er að lesa inn færslur í áætlun með svipuðum hætti og þegar færslur eru lesnar inn í launakeyrslu með bunkainnlestri.
| |
| Eins og í bunkainnlestri launa verður skjalið sem lesið er inn í áætlun að vera vistað á .csv formi. Smellt er á "lesa bunka" og þá opnast þessi gluggi: Skráarslóðin er valin og sett inn lýsing á bunka. Ef lesa á inn færslur á einn mánuð er númer hans slegið inn í "mánuðir". En ef lesa á inn á marga mánuði eru þeir skráðir inn með kommu á milli númera. Hakið tekið úr "Setja bunka í áætlun". Þegar bunkinn hefur verið lesinn inn er hægt að skoða hann, með því að smella á "Skoða bunka" í flæðiritinu. |
| Ef bunkinn er í lagi er smellt á "Bunki í áætlun" þá opnast þessi gluggi:
Þarna þarf aftur að velja þann mánuð eða mánuði sem flytja á færslurnar í og smella svo á "Flytja" Nú eru innlesnar færslur komnar inn í áætlunina á þann eða þá mánuði sem valdir voru og hægt að skoða þær með því að smella á "Skoða áætlun"
|